Albert Jóhannesson (Litlakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. maí 2022 kl. 20:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. maí 2022 kl. 20:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóhannes Albert Jóhannesson.

Jóhannes Albert Jóhannesson málari, sjómaður, matsveinn fæddist 21. júlí 1925 í Litlakoti við Miðstræti 9c, (síðar nefnt Veggur) og lést 5. febrúar 2001 á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík.
Foreldrar hans voru Jóhannes J. Albertsson frá Útibleiksstöðum á Heggstaðanesi í V-Hún., lögregluþjónn, f. 19. nóvember 1899 á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi í V-Hún., d. 4. febrúar 1975, og fyrri kona hans Kristín Sigmundsdóttir frá Hamraendum á Snæfellsnesi, f. 2. janúar 1894 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 1. júlí 1936 í Eyjum.

Börn Kristínar og Jóhannesar:
1. Jóhannes Albert Jóhannesson matsveinn í Reykjavík, f. 21. júlí 1925 í Litlakoti, d. 5. febrúar 2001. Fyrrum kona hans Regína Fjóla Svavarsdóttir.
2. Grettir Jóhannesson bóndi, f. 11. febrúar 1927 í Vegg. Kona hans Málfríður Fanney Egilsdóttir frá Skarði í Djúpárhreppi.
3. Gréta Jóhannesdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 8. janúar 1929 í Vegg, d. 12. mars 2002. Maður hennar Haraldur Guðmundsson frá Ólafsvík.
4. Elínborg Jóhannesdóttir Sielski í Kaliforníu, húsfreyja, f. 27. apríl 1930 í Vegg. Maður hennar Henry Sielski jr. frá San Antonio í Texas.
5. Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1931 í Vegg, d. 14. apríl 2020. Maður hennar Arnþór Ingólfsson frá Hauksstöðum, Vopnafirði.
6. Ragnar Sigurjón Jóhannesson sjómaður, kaupmaður, f. 30. júní 1932 í Vegg, d. 10. desember 2020. Kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi.
Börn Jóhannesar og Mörtu Pétursdóttur síðari konu hans:
7. Sævar Þorbjörn Jóhannesson, rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, f. 8. maí 1938. Kona hans Emma T. Hansen frá Nesi í Austurey, Færeyjum.
8. Soffía Lillý Jóhannesdóttir, húsfreyja í St. Marys í New South Wales, Ástarlíu, f. 20. júní 1940, d. 9. júlí 2016. Maður hennar Lúðvík Sigurðsson frá Sunnuhvoli á Djúpavogi.

Albert var með foreldrum sínum fyrstu sex ár sín, en fór þá í fóstur að Söndum í Miðfirði til Jóns Skúlasonar og Salome Jóhannesdóttur.
Hann var á Söndum til 17 ára aldurs, en hélt þá til Eyja.
Albert gekk í matsveinaskóla.
Hann vann málarastörf í Reykjavík og Keflavík og síðar við bílamálun. Vegna ofnæmis hætti hann málningarvinnu, varð sjómaður og matsveinn á bátum, bæði í Ólafsvík og Höfn í Hornafirði í rúm 40 ár.
Hann rak um skeið matsölu í Ólafsvík.
Hann settist að í Borgarnesi. Þar fékkst hann við viðgerðir á skrautmunum og við gerð gifsmynda, sem seldar voru ferðamönnum.
Hann dvaldi síðast á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík.

Þau Regína giftu sig 1949, eignuðust fjögur börn, en skildu. Albert lést 2001.

I. Kona Alberts, (11. júní 1949, skildu), var Regína Fjóla Svavarsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1929, d. 11. október 2013. Foreldrar hennar voru Svavar Sigfinnsson, f. 29. nóvember 1906, d. 29. september 1992, og kona hans, skildu, Ársól Klara Guðmundsdóttir, f. 26. nóvember 1908, d. 17. desember 2000.
Börn þeirra:
1. Kristjana Albertsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1949. Fyrrum maður hennar Hörður Bjarnason. Fyrrum maður hennar Philip T. Lowery.
2. Ragnhildur Albertsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1951. Maður hennar Rúnar Benjamínsson.
3. Hrönn Albertsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1953. Maður hennar Einar Einarsson.
4. Lilja Albertsdóttir, f. 16. júlí 1953. Fyrrum maður hennar Magnús Gísli Magnússon.
5. Ásgeir Albertsson, f. 19. júlí 1955. Kona hans Jarþrúður Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.