Aðalsteinn Brynjúlfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. maí 2021 kl. 10:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. maí 2021 kl. 10:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Aðalsteinn Brynjúlfsson''' verslunarmaður fæddist 1. nóvember 1936 í Helgafelli við Kirkjuveg 21 og lést kringum áramót 2013 og 2014.<br> Foreldrar hans vor...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Aðalsteinn Brynjúlfsson verslunarmaður fæddist 1. nóvember 1936 í Helgafelli við Kirkjuveg 21 og lést kringum áramót 2013 og 2014.
Foreldrar hans voru Brynjúlfur Sigfússon kaupmaður, tónlistarmaður, frumkvöðull, f. 1. mars 1885 á Löndum, d. 27. febrúar 1951, og síðari kona hans Ingrid Sigfússon húsfreyja, f. 8. ágúst 1909 í Maribo á Lálandi í Danmörku, d. 8. desember 2013.

Börn Ingrid og Brynjólfs:
1. Aðalsteinn Brynjúlfsson, fæddur 1. nóvember 1936.
2. Bryndís Brynjúlfsdóttir, fædd 26. apríl 1941.
3. Hersteinn Brynjúlfsson, fæddur 22. júní 1945.
4. Þorsteinn Brynjúlfsson, fæddur 3. desember 1947, d. 10. júlí 2000.

Aðalsteinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1953, var við nám í húsasmíði og tónlist.
Aðalsteinn var verslunarmaður í Eyjum, Reykjavík og Danmörku. Þau Gréta giftu sig 1959, eignuðust ekki börn. Þau skildu.
Þau Sally giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn.
Aðalsteinn lést um áramótin 2013-2014 í Danmörku.

I. Fyrri kona Aðalsteins, (19. maí 1959), var Gréta Inger Stefánsdóttir, f. 6. febrúar 1937, d. 23. ágúst 2020. Kjörforeldrar Stefán Sigurður Guðmundsson málarameistari í Reykjavík, f. 28. júní 1906 í Bolungarvík, d. 1. desmber 1992 og kona hans Guðný Helgadóttir húsfreyja, f. 3. september 1918 í Grímsey, d. 11. janúar 1978.
Þau voru barnlaus.

II. Kona Aðalsteins, (25. apríl 1968), Sally Erud Brynjolfsson, f. 6. júlí 1945 í Danmörku.
Börn þeirra:
1. Óðinn Aðalsteinsson, f. 17. febrúar 1969 í Reykjavík.
2. Elvin Aðalsteinsson, látinn.
3. Valborg Aðalsteinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Frændgarður. Björn Magnússon. Prentsmiðjan Leiftur 1981.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættingjar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.