Aðalheiður Jónsdóttir (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja og verkakona fæddist 20. ágúst 1918 á Akri og lést 4. desember 1995 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Jón Valtýsson bóndi á Mið-Hlaðbæ (Ólafsbæ), f. 23. október 1890, d. 13. maí 1958, og kona hans Guðrún Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1888, d. 15. febrúar 1993.

Börn Guðrúnar og Jóns voru:
1. Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja og verkakona, f. 20. ágúst 1918, d. 4. desember 1995. Maður hennar var Gunnar Aðalsteinn Ragnarsson, f. 19. september 1922, hrapaði til bana í Stórhöfða 10. júlí 1954.
2. Jóhann Valtýr Jónsson, f. 10. maí 1922, d. 16. júní 1922.
3. Sigurbergur Jónsson bóndi og bifreiðastjóri, f. 19. maí 1923, d. 17. júní 1992, ókvæntur og barnlaus.
4. Jóhanna Svava Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1927. Maður hennar var Andrés Þórarinn Magnússon, f. 22. júní 1924, d. 2. nóvember 2006.

Aðalheiður var með foreldrum sínum í æsku, bjó þar með Gunnari og þeim, en síðar með móður sinni og Sigurbergi bróður sínum til Goss 1973, en eftir heimkomu frá Reykjavík bjuggu þau á Strembugötu 15 .
Aðalheiður vann á Hótel Borg í Reykjavík á yngri árum sínum.
Hún var virkur meðlimur í félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum, tók þátt í kórstarfi þeirra og öðrum athöfnum.
Þau Gunnar giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Gunnar hrapaði til bana við lundaveiði í Stórhöfða 1954.
Aðalheiður lést 1995.

I. Maður Aðalheiðar, (10. ágúst 1947), var Gunnar Aðalsteinn Ragnarsson verkamaður, sjómaður, f. 19. september 1922, d. 10. júlí 1954.
Börn þeirra:
1. Guðrún María Gunnarsdóttir, f. 11. júlí 1945 á Kirkjubæ. Maður hennar Runólfur Alfreðsson.
2. Tryggvi Gunnarsson, f. 3. júlí 1949 á Kirkjubæ, drukknaði 5. nóvember 1968 .


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.