Þuríður Auðunsdóttir (Húsavík)

From Heimaslóð
Revision as of 14:48, 26 February 2022 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Þuríður Auðunsdóttir frá Húsavík, húsfreyja fæddist 28. sept. 1892 á Stokkseyri og lést 22. apríl 1934 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Auðunn Jónsson útvegsmaður, sjómaður, trésmiður í Húsavík, f. 20. mars 1865 á Strönd í V-Landeyjum, d. 30. mars 1935, og kona hans Guðrún Gísladóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1865, d. 9. janúar 1930.

Börn Guðrúnar og Auðuns:
1. Jón Auðunsson skósmiður í Eyjum, f. 12. ágúst 1891 á Vegamótum, d. 15. mars 1975.
2. Þuríður Auðunsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. september 1892 á Vegamótum, d. 22. apríl 1934.
3. Guðmundur Auðunsson vélstjóri í Eyjum, síðar kaupmaður í Reykjavík, f. 31. júlí 1896 á Vegamótum, d. 18. maí 1966.
4. Ásgeir Auðunsson, fósturbarn í Vetleifsholti á Rangárvöllum 1910, f. 24. janúar 1898 í Gerðum, V -Landeyjum, d. 30. júlí 1967. Kona hans Jónína Gróa Jónsdóttir.
5. Guðlaug Auðunsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. september 1906 í Skipagerði í V-Landeyjum, d. 14. desember 1985.

Þuríður var niðursetningur í Vestra-Fíflholti í V.–Landeyjum, kom til foreldra sinna á Breiðabliki 1910, var með þeim í Húsavík.
Þau Jóhann eignuðust fjögur börn í Eyjum, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í Skálholti við Landagötu 1920.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu á Grettisgötu 52 1930.
Þuríður lést 1934 á Vífilsstöðum. Jóhann Maríus dvaldi að síðustu á Hrafnistu og lést 1974.

I. Maður Þuríðar var Jóhann Maríus Einarsson sjómaður, trésmiður, f. 19. febrúar 1884 á Auðnum í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi, d. 11. mars 1974.
Börn þeirra:
1. Ólafía Petrea Jóhannsdóttir Thorlacius, f. 18. ágúst 1912, d. 9. september 2002, d. 9. september 2002.
2. Guðmann Hákon Jóhannsson verkamaður, garðyrkjumaður, leigubílstjóri, síðast í Mosfellsbæ, f. 12. nóvember 1913, d. 18. september 1967.
3. Andvana stúlka, f. 2. janúar 1917.
4. Haraldur Óskar Jóhannsson, f. 13. nóvember 1921, d. 17. maí 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.