Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/„Fótaskortur“

From Heimaslóð
Revision as of 20:41, 10 September 2013 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/„Fótaskortur““ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Úr fórum Árna Árnasonar


„Fótaskortur“
Brynjólfur Einarsson


Þegar Guðmundur Jónsson skósmiður
fluttist til Selfoss.
Frá oss hverfur maður mætur,
mér er sagt, hann flytji sig til lands.
Veit ég, fólk með vota og kalda fætur
virkilega muni sakna hans.
Það er fregn, sem illa í eyrum lætur,
hve alltof margir færa héðan bú.
Hefðarfrúr og heldri manna dætur
hjáguð sinna fóta missa nú.
Mörg ég veit, að gömul kona grætur,
gröm og tautar fyrir munni sér:
„Fegri daga mega mínir fætur
muna, frá því Gvendur skó var hér.“
Til galla vorra beint má rekja rætur,
að röskum handverksmanni fækkað er,
af því, hvað við höfum fáa fætur,
fær hann ekki nóg að starfa hér.
Þá er öðru vert að gefa gætur,
sem gæti skýrt, hvað til þess arna ber,
hvort íbúarnir hafa fleiri fætur
í „Flóanum“, en almennt þekkist hér.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit