Ég veit þú kemur

From Heimaslóð
Revision as of 13:21, 18 July 2005 by Jonas (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þó kveðjan væri stutt í gær
ég trúi ekki á orðin þín
ef annað segja stjörnur tvær
Og þá mun allt verða eins og var
sko áður en þú veist, þú veist
og þetta eina sem út af bar
okkar á milli í friði leyst
Og seinna þegar tunglið
hefur tölt um langan veg
þá tölum við um drauminn
sem við elskum þú og ég
Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þó kveðjan væri stutt í gær
og trúi ekki á orðin þín
ef annað segja stjörnur tvær
Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: Ási í Bæ