Þorvaldur S. Hermannsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorvaldur Sigurjón Hermannsson sjómaður, netagerðarmaður fæddist 2. maí 1949 á Hásteinsvegi 5 og lést 11. september 2011 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Hermann Kristinn Ingiberg Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 5. desember 1898, d. 20. júní 1989, og kona hans Þorsteina Margrét Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1911, d. 15. mars 1976.

Þorvaldur Sigurjón Hermannsson.

Börn Þorsteinu Margrétar og Hermanns:
1. Kristinn Breiðfjörð Hermannsson, f. 25. desember 1938, d. 28. janúar 1943.
2. Kristín Breiðfjörð Hermannsdóttir, f. 2. nóvember 1943, d. 29. júlí 2001.
3. Kristinn Guðni Breiðfjörð Hermannsson, f. 4. ágúst 1945. Kona hans Margrét Hólmfríður Kristjánsdóttir.
4. Þorvaldur Sigurjón Hermannsson, f. 2. maí 1949, d. 11. september 2011.

Þorvaldur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var sjómaður og netagerðarmaður.
Þau Elísabet giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn, bjuggu í Hlíðarási við Faxastíg 3, en skildu.
Þorvaldur bjó síðast á Höfðabakka 1 í Reykjavík.
Hann lést 2011.

I. Kona Þorvaldar, (26. desember 1969, skildu), er Elísabet Sigtryggsdóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1950 á Akureyri.
Börn þeirra:
1. Hermann Þorvaldsson, f. 3. maí 1971.
2. Sigrún Elísabetardóttir, f. 10. október 1974.
3. Þorsteinn Þorvaldsson, f. 28. desember 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.