Þorsteinn Ragnar Guðjónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorsteinn Guðjónsson fæddist 1. maí 1909 og lést 21. febrúar 1978.

Þorsteinn

Eiginkona hans var Bára Karlsdóttir og eignuðust þau einn son Karl Vigni. Lengi bjuggu þau að Hásteinsvegi 28 en síðar að Faxastíg 35.

Þorsteinn starfaði um árabil sem leigubílstjóri í Vestmannaeyjum auk þess sem hann stundaði ökukennslu um árabil. Þorsteinn vann einnig að netagerð, fyrst um sinn á verkstæði Arnmundar Þorbjörnssonar.

Frekari umfjöllun

Þorsteinn Ragnar Guðjónsson verkamaður, bifreiðakennari, leigubílstjóri, netagerðarmaður fæddist 1. maí 1909 og lést 21. febrúar 1978.
Foreldrar hans voru Guðjón Eggertsson frá Ísakshúsi, sjómaður, f. 17. janúar 1881, d. 27. september 1936 og Jónína Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja frá Norðfirði, f. 16. júlí 1889, d. 18. nóvember 1915.

Þorsteinn var með móður sinni í Bólstað 1910. Hún lést 1915, og Þorsteinn var á framfærslu föður síns og tökubarn á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 1920, var hjá föður sínum og Efemíu ráðskonu hans á Seljalandi 1927, hjá föður sínum þar 1930 og 1934. Faðir hans lést 1936.
Þau Bára giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Baðhúsinu við Bárustíg 15 1940, á Hásteinsvegi 7, í Sólhlíð 8, á Hásteinsvegi 28, en síðast á Faxastíg 35.
Þorsteinn lést 1978 og Hjörtrós Bára 1979.

I. Kona Þorsteins Ragnars var Hjörtrós Bára Karlsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1919 á Norðfirði, d. 25. apríl 1979.
Barn þeirra:
1. Karl Vignir Þorsteinsson, f. 23. febrúar 1944 í Baðhúsinu við Bárustíg 15.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Myndir