Þorbjörn Friðriksson (Gröf)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2016 kl. 13:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2016 kl. 13:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Til aðgreiningar alnafna.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þorbjörn

Þorbjörn Friðriksson, Gröf, fæddist í Vestmannaeyjum þann 16. ágúst 1902. Foreldrar hans voru Friðrik Benónýsson og Oddný Benediktsdóttir. Þorbjörn hóf formennsku árið 1928 á Sæbjörgu. Eftir það var Þorbjörn með Njörð fram til ársins 1930. Eftir það hætti hann formennsku. Þorbjörn lést 4 júní árið 1977

Um Þorbjörn segir í ,,Tryggva sögu Ófeigssonar" eftir Ásgeir Jakobsson:

Þorbjörn gerðist togarasjómaður. Var með Tryggva Ófeigssyni skipstjóra og útgerðarmanni og á hans útveg, eftir að Tryggvi hætti skipstjórn. Björn var góður hagyrðingur og fóru sumar vísur hans víða.
Hann hafði skáldanafnið ,,Þorbjörn skipsins,” en ýmsir kölluðu hann ,,Júpertersskáld" og var stundum nefndur ,,hirðskáld Tryggva.”

Myndir


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.