Þórir Rafn Andreasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórir Rafn Andreasson.

Þórir Rafn Andreasson frá Hrófbergi við Skólaveg 34, verslunarmaður, hreingerningamaður fæddist þar 22. febrúar 1936 og lést 31. mars 2010 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Andreas Anskar Joensen verkamaður, sjómaður, f. 13. júlí 1906 í Færeyjum, d. 12. október 1971, og kona hans Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona frá Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, f. 2. október 1897, d. 8. nóvember 1977.

Barn Guðbjargar:
1. Hjörleifur Már Erlendsson verkamaður, bifreiðasmiður, listmálari, síðast í Keflavík, f. 13. október 1927 á Reykjum, d. 3. desember 1999.
Barn Guðbjargar:
2. Páll Kristinn Halldór Pálsson, f. 22. ágúst 1930 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 24. mars 1995.
Börn Guðbjargar og Andreasar Anskars Joensen
3. Marinó Hafsteinn Andreasson verkamaður, síðast í Reykjavík, f. 15. júlí 1933 á Bergi, d. 17. október 1986.
4. Karl Valur Andreasson, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 28. nóvember 2006.
5. Óli Markús Andreasson verkstjóri í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 30. mars 1991.
6. Þórir Rafn Andreasson verslunarmaður, verkamaður í Reykjavík, f. 22. febrúar 1936 á Skólavegi 34, d. 31. mars 2010.

Rafn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði verkamannastörf, varð síðar starfsmaður nokkurra kjötverslana í Reykjavík og vann síðar við hreingerningar, fyrst með Marinó bróður sínum og síðan einn. Síðast var hann sölumaður í Kolaportinu í Reykjavík.
Þau Þuríður giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þórir Rafn lést 2010.

I. Kona Þóris Rafns, (1. ágúst 1960, skildu), er Þuríður Jóna Árnadóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1937. Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi, umboðsmaður, f. 9. janúar 1875, d. 3. júní 1941 og Jóhanna Jónasdóttir vinnukona, f. 21. apríl 1895, d. 17. janúar 1968.
Börn þeirra:
1. Haukur Þórisson, f. 14. júní 1959. Barnsmóðir hans Auður Ósk Aradóttir. Barnsmóðir Hrafnhildur Pálsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans María Kristjánsdóttir. Sambúðarkona hans Margrét Bragadóttir.
2. Katrín Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 19. ágúst 1960. Fyrrum maður hennar Davíð Eysteinn Sölvason. Sambúðarmaður hennar Nikulás Snorrason.

II. Sambúðarkona Þóris Rafns var Sigurlaug Jónsdóttir, f. 26. janúar 1932, d. 26. febrúar 1978. Foreldrar hennar voru Jón Helgi Þorgrímsson, f. 10. október 1895, d. 19. júlí 1969 og Guðrún Sveinsdóttir, f. 15. september 1913, d. 2. mars 2006.
Barn þeirra:
3. Gunnar Andri Þórisson, f. 28. júlí 1967. Fyrrum sambúðarkona hans Ingibjörg Lárusdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.