Þórdís Halldórsdóttir (Ingólfshvoli)

From Heimaslóð
Revision as of 20:17, 13 September 2024 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Þórdís Halldórsdóttir.

Þórdís Halldórsdóttir frá Sauðholti í Ásahreppi, Rang., húsfreyja fæddist 23. október 1909 og lést 22. nóvember 1996.
Foreldrar hennar voru Halldór Halldórsson bóndi, f. 26. október 1868 í Sauðholti, d. 20. febrúar 1923, og kona hans Þórdís Jósefsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1870 á Ásmundarstöðum í Ásahreppi, d. 24. október 1933.

Þórdís var með foreldrum sínum fram til fermingaraldurs, en bjó hjá Halldóri bróður sínum á Ásmundarstöðum næstu fjögur árin.
Þá fór hún til Reykjavíkur, var í vist á ýmsum heimilum, m.a. var hún ráðskona hjá Gunnari Ólafssyni kaupmanni í Vík 1944, og síðar vann hún verslunarstörf, m.a. í Kjötbúðinni Borg í 30 ár.
Þau Guðmundur giftu sig 1933, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Ásmundur giftu sig 1945, eignuðust ekki barn saman, en hjá þeim var Guðmundur barn Þórdísar og Kristín barn Ásmundar. Þau bjuggu á Ingólshvoli 1945, síðar í Vöruhúsinu við Skólaveg 1. Hún bjó síðast á Norðurbrún 1 í Reykjavík.
Þórdís lést 1996.

I. Maður Þórdísar, (22. desember 1945), var Ásmundur Benedikt Steinsson frá Ingólfshvoli, rennismiður, f. 17. desember 1909, d. 4. júlí 1981. Þau bjuggu á Ingólfshvoli við Landagötu 3a og í Vöruhúsinu við Skólaveg 1, en skildu 1952.

II. Maður Þórdísar, (6. apríl 1933), var Guðmundur Guðmundsson stórkaupmaður í Hafnarfirði, kenndur við Ölduna, f. 6. apríl 1905, d. 9. nóvember 1967. Foreldrar hans voru Guðmundur Eiríksson frá Stóra-Stekk í Norðfirði, f. 12. júní 1874, d. 27. apríl 1935, og Sigríður Arnoddsdóttir frá Býjarskerjum á Miðnesi, vinnuhjú, f. 25. september 1883 í Hólkoti í Hvalsnessókn á Miðnesi, d. 10. ágúst 1965.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Eiríksson Guðmundsson lögreglumaður, verslunarmaður í Reykjavík, f. 8. mars 1934, d. 18. mars 1989. Fyrrum kona hans Ýrr Bertelsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Hjördís Hreiðarsdóttir.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.