Þórarinn Sigurðsson (rafvirkjameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. mars 2021 kl. 11:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. mars 2021 kl. 11:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þórarinn Sigurðsson.

Þórarinn Sigurður Sigurðsson rafvirkjameistari, kaupmaður fæddist 14. desember 1945 á Lágafelli.
Foreldrar hans voru Sigurður Gissurarson frá Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi í Flóa, sjómaður, f. 21. nóvember 1918, d. 4. apríl 1998, og kona hans Anna Sigrid Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.

Börn Önnu og Sigurðar:
3. Þórarinn Sigurður Sigurðsson rafvirkjameistari, f. 14. desember 1945 á Lágafelli.
4. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 10. apríl 1947 á Lágafelli.

Börn Önnu og Marteins Péturssonar:
1. Pétur Lúðvík Marteinsson flugmaður, síðast í Hafnarfirði, f. 24. nóvember 1932 í Reykjavík, d. 19. maí 2018.
2. Karl Gunnar Marteinsson vélvirki, kennari, f. 21. desember 1936, d. 15. desember 2014.

Þórarinn var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Lágafelli við Vestmannabraut 10, í Landakoti við Strandveg 51, en við Birkihlíð 26 við Gos, en að síðust á Litlalandi við Kirkjuveg 59.
Hann varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1962, nam rafvirkjun við Iðnskólanum og í Neista. Meistari var Bogi Jóhannsson. Þórarinn tók sveinspróf 1966, fékk meistarabréf 1970.
Hann vann hjá Ísfélaginu eftir gagnfræðapróf, var síðan um skeið til sjós. Hann vann síðan í Neista fram að Gosi 1973, vann hjá Viðlagasjóði til hausts 1973.
Þórarinn og Guðrún stofnuðu rafmagnsverkstæðið Geisla 10. október 1973 og hafa rekið fyrirtækið síðan og fjölþætt starfsemina. Geisli stofnaði Skipalyftuna ásamt Vélsmiðjunni Magna og Vélsmiðjunni Völundi 1981.
Þau Guðrún giftu sig 1968, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu við Gerðisbraut 4 til Goss 1973, þá á Vestmannabraut 38 til 1975, á Illugagötu 15A frá 1975- 2010 og síðan á Hilmisgötu 4.

ctr
Frá vinstri: Þórarinn Sigurðsson, Þórarinn Sigurður Jóhannsson, Jóhann Sigurður Þórarinsson.
Fremri röð: Karítas Guðrún Jóhannsdóttir, Guðrún Rannveig Jóhannsdóttir.

I. Kona Þórarins, (29. september 1968), er Guðrún Rannveig Jóhannsdóttir frá Þórshöfn, f. þar 10. október 1947.
Börn þeirra:
1. Jóhann Sigurður Þórarinsson rafeindavirki, tölvunarfræðingur, f. 28. febrúar 1979. Fyrrum kona hans Anna Ýr Sveinsdóttir. Kona hans Sigurlaug Vilbergsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.