Þóranna Ögmundsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 18:36, 20 February 2020 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Þóranna Ögmundsdóttir húsfreyja, verkakona og verkalýðsfrömuður fæddist 1. desember 1873 í Stakkagerði og lést 16. maí 1959.
Foreldrar hennar voru Ögmundur Ögmundsson sjómaður, f. 2. ágúst 1849, d. 8. október 1932, og kona hans Vigdís Árnadóttir húsfreyja, f. 14. október 1835, d. 31. mars 1904.

Þóranna var 6 ára með foreldrum sínum í Fagurlyst 1880, 16 ára með þeim í Landakoti 1890. Hún var ógift hjá þeim í Landakoti 1901.
Þau Sigurður giftu sig 6. desember 1907. Þau byggðu húsið Fagurhól og bjuggu þar meðan Sigurði entist líf.

Maður Þórönnu var Sigurður Jónsson formaður og útgerðarmaður, f. 17. september 1883, drukknaði 4. febrúar 1914.
Börn Þórönnu og Sigurðar voru:
1. Vigdís Ögmunda Sigurðardóttir, f. 25. desember 1908, d. 12. janúar 1909.
2. Sigurjón Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 7. desember 1909, d. 9. ágúst 1997.
3. Ögmundur Sigurðsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 17. janúar 1911, d. 22. september 1994.
4. Guðrún Sigurðardóttir vinnukona, f. 7. september 1912, d. 29. janúar 1998.
5. Sigurrós Sóley Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1913, d. 3. september 2001.

Eftir drukknun Sigurðar 1914 var Þóranna um skeið í Fagurhól, en missti húsið vegna skulda, sem á því hvíldu. Þau Ögmundur faðir hennar endurbyggðu Landakot og bjuggu þar síðan.
Börnin Guðrún og Ögmundur fóru í fóstur.
Guðrún fór til hjónanna á Hólmi, Stefaníu Einarsdóttur húsfreyju og Jóns Ólafssonar útgerðarmanns. Hún dvaldi þar á meðan þau hjón bjuggu saman, en Guðrún fór síðan með Önnu Ólafíu dóttur þeirra að Blátindi og dvaldi með þeim síðan.
Ögmundur fór í fóstur til hjónanna í Dalbæ, Þóru Jónsdóttur og Helga Guðmundssonar, en síðan að Kerlingardal í Mýrdal.
Börnin Sigurjón og Sigurrós Sóley voru með móður sinni.
Þóranna vann verkakvennastörf árum saman. Hún hóf þátttöku í félagsmálum verkakvenna í Eyjum og varð ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Hvatar og fórnaði því starfskröftum sínum.
Hún lést 16. maí 1959, 86 ára.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.