Þóra Sigurjónsdóttir (Sólhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þóra Sigurveig Sigurjónsdóttir (skírð Þórunn) frá Hellisfjarðarseli í Hellisfirði, S.-Múl., húsfreyja fæddist þar 5. apríl 1905 og lést 21. júlí 1983 í Rvk.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Ásmundsson vinnumaður, f. 8. mars 1883, d. 25. október 1953, og barnsmóðir hans Helga Davíðsdóttir, f. 9. janúar 1885, d. 25. júlí 1920.

Börn Helgu og Sigurjóns - í Eyjum:
1. Þóra Sigurveig Sigurjónsdóttir húsfreyja á Stóru-Heiði, f. 5. apríl 1905, d. 21. júlí 1983.
2. Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 24. mars 1913, d. 22. júlí 2011.

Þóra var með foreldrum sínum í æsku, í Hellisfjarðarseli og í Vindheimi í Neskaupstað. Móðir hennar lést 1920.
Hún flutti til Eyja 1923, eignaðist fyrsta barn sitt á Norðfirði 1925. Þau Ólafur hófu búskap, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Helli við Vestmannabraut 13b, Valhöll við Strandveg 43a, á Stóru-Heiði við Sólhlíð 19, í Stakkholti við Vestmannabraut 49 1932.
Ólafur lést 1932. Þóra flutti til Reykjavíkur. Hún lést 1983.

I. Sambúðarmaður Þóru var Ólafur Guðjónsson frá Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum, útgerðarmaður, bifreiðastjóri, f. 4. september 1893, d. 2. janúar 1932.
Börn þeirra:
1. Helga Sigríður Ólafsdóttir, f. 13. mars 1925 í Bjarnaborg í Neskaupstað, d. 29. september 2011.
2. Kristinn Guðjón Ólafsson bifreiðastjóri í Rvk, f. 3. október 1926 í Helli, d. 23. júlí 1993.
3. Áslaug Ólafsdóttir (Áslaug White) húsfeyja í Bandaríkjunum, f. 17. október 1927 í Valhöll, d. 29. september 2000. . Maður hennar Samuel White.
4. Sigrún Ólafsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 24. júní 1929 í Valhöll. d. 26. apríl 1989. Maður hennar William David Huges.
5. Alfreð Ólafsson, f. 17. júní 1930 á Heiði, d. 9. mars 2018. Barnsmóðir hans Henny Sørensen, f. 24. nóvember 1933 í Danmörku.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.