Þóra Ólafsdóttir (Hólagötu 38)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þóra Ólafsdóttir, húsfreyja, skólaliði á leikskóla fæddist 14. desember 1961.
Foreldrar hennar Guðjón Ólafur Guðmundsson frá Bergstöðum við Urðaveg 24, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 1. nóvember 1927, d. 24. desember 1975, og kona hans Aðalbjörg Jónsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 9. desember 1934, d. 18. nóvember 2001 á Lsp.

Barn Ólafs og Unnar Óskarsdóttur:
1. Óskar Elvar Guðjónsson, B.Sc.-stærðfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var lengi kennari við Menntaskólann við Sund, en er nú hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania, f. 20. apríl 1952. Kona hans er Hallbjörg Thorarensen leikskólakennari.
Börn Aðalbjargar og Ólafs:
2. Jón Sigurður Ólafsson, vélstjóri, húsasmiður í Reykjavík, f. 23. ágúst 1954.
3. Guðbjörn Ólafsson, húsasmiður í Kópavogi, f. 22. nóvember 1956 í Hafnarfirði.
4. Guðmundur Ólafsson, Baadermaður við fiskvinnslu í Noregi, f. 5. ágúst 1958.
5. Þóra Ólafsdóttir, húsfreyja, leiðbeinandi á leikskóla, f. 14. desember 1961.

Þóra var með foreldrum sínum í æsku, á Landagötu 24, síðar við Hólagötu 38.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa við Bröttugötu 43.

I. Maður Þóru er Sigurður Sveinsson, sjómaður, netagerðarmaður, f. 17. júní 1953 á Ásavegi 7.
Börn þeirra:
1. Thelma Sigurðardóttir, f. 2. janúar 1986.
2. Sveinn Sigurðsson, f. 9. desember 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íbúaskrá 1986.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Ástu Ólafsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.