Útgerðarsaga

From Heimaslóð
Revision as of 20:05, 21 May 2012 by Frosti (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Sjómaður við vinnu á Nausthamarsbryggju.

Skipafloti Vestmannaeyja samanstendur mestmegnis af fiskiskipum sem eru í útgerð að minnsta kosti hluta ársins. Frá því að byggð hófst á Íslandi hafa Vestmannaeyjar verið mjög mikilvæg verstöð, en það hlutverk margefldist þegar vélbátavæðingin hófst. Ýmsir þekktir Eyjamenn voru sjómenn og má til dæmis nefna Binna í Gröf, aflakóng.

Vegna þess hve stutt er á miðin frá Vestmannaeyjum hafa eyjarnar skipað sér sess sem stærsta verstöð Íslands. Þegar mest var voru Vestmannaeyjar að skapa um þriðjung af útflutningstekjum þjóðarinnar, en þó voru ekki nema um 5% af þjóðinni búsett í Vestmannaeyjum á þeim tíma. Á seinni árum hefur hins vegar hallað undan fæti vegna flutnings á fiskikvóta milli byggða.

Útgerð er órjúfanlegur hluti af Vestmannaeyjum og verður því farið djúpt í sögu útgerðar hér.

FIVE Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum hefur verið einn hlekkur af mörgum í sögu útgerðar í Vestmannaeyjum. FES, Fiskimjölsverksmiðja Ísfélagsins er yngri en árlega framleiða þessar tvær verksmiðjur þúsundir tonna af mjöli og lýsi. Fiskvinnslufyrirtæki hafa verið mörg gegnum tíðina í Eyjum en í dag eru það tvö fyrirtæki sem bera höfuð og herðar yfir önnur, Vinnslustöðin ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja hf.

20. öldin

Vélbátaútgerð hófst í byrjun 20. aldar. Vélbátur var notaður í fyrsta skipti til veiða árið 1906. Þaðan var ekki aftur snúið og var það lyftistöng fyrir Vestmannaeyjabæ. Rakin er þróun og saga vélbátaútgerðarinnar áratug frá áratugi. Formannatal er að finna hér.

Sjómenn að störfum.
Aukin atvinna í kjölfar vélvæðingar.
Hafnarframkvæmdir, netaveiðar og togarakaup.
Dragnótaveiðar, raflýsing og ör framþróun.
Dýpkunarskip kemur og upphaf togveiða.
Mikil bátasmíði og fleiri tilraunir til togaraútgerðar.
Nælon-þorsknet og fyrstu stálbátarnir.
Úthafssíldveiðar hefjast og stærri skip.
Skuttogarar koma til sögunnar og truflun vegna eldgoss.
Sóknarmark og kvótamark.
Kvóti minnkar.