Úr fórum Árna Árnasonar. Ókunnur höfundur/Lítil vinarkveðja

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search




Úr fórum Árna Árnasonar


Lítil vinarkveðja


Lítil vinarkveðja
1.
Sof þú í friði
sælt er þér að blunda
eftir þinn annríka ævidag.
Allt var þitt lífsstarf
unnið með sóma
allt fram á hinsta sólarlag.
Vér minnumst, að konan merk og góð
er mest, þegar lífið kallar
á hjálp, og það kæra ljúflingsmál
er lesið um byggðir allar:
Hún mamma mín hlý við hlið mér stóð
og hýr eins og blómið vallar.
2.
Göfuga kona
grætur þig og syrgir
ástvinafjöld frá lífsins leið.
Vermir þín minning
vinanna hjörtu
sem vorsól björt og himinheið.
Hún, sem að aldin hér í dag
sér hallar að foldar barmi
með stjórnsemi margra styrkti hag
og studdi með traustum armi.
Er silfrað var hár um sólarlag
hún sveif burt með bros á hvarmi.
3.
Á þessum hólma
áður stóð þín vagga,
hér mun og gróa þín gröf í ró
eftir hið þunga
andstreymi lífsins,
þú hefir öðlast hvíld og fró.
Þín greiðvikni margra gladdi brár
og góðgerðir þakkarverðar,
þú vaktir svo mörgum vonir, þrár
af vilja og ástúð gerðar.
Við þökkum þér Björg mín öll þín ár
og óskum þér góðrar ferðar.
4.
Hugþekka vina
hjartkæra móðir
hjá þínu leiði við krjúpum klökk.
Nú þér við sendum
sorgblíða kveðju
með innilegri ástarþökk.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit