Úr fórum Árna Árnasonar. Ókunnur höfundur/Færeyski konsúllinn í Vinnslustöðinni

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Úr fórum Árna Árnasonar


Færeyski konsúllinn í Vinnslustöðinni
Á Heimalandi skeði margt á vertíðinni í vetur,
sem verðugt er að geyma vel og færa það á letur.
Menn heyra það á símanum og sjá oft öðrum betur,
að stundum gerast ævintýri í bröggum út í bæ,
því margt er þar af meyjum
frá meginlandi og Eyjum
og mikið fegri Torshavn jentur en ég orðað fæ,
sem dansa vikivaka
og viský sjússa taka;
þær virðast ávallt tilbúnar í dingeling og hæ.


Það reyndist mikið vandastarf að vernda þennan skara,
því vermenn allir heimtuðu í kvennabúrin fara
og til þess átti hvorki vín né bílskrjóðana að spara,
en stela bragga jentunum og keyra út í hraun.
En vinnsluhúsin vöktu
og vermenn burtu hröktu
og varðmenn settu í búrin öll, sem unnu þar á laun.
Þeir gægðust inn um glugga
og gættu að hverjum skugga,
en gerð var inni freisting stór og mikil karlmannsraun.


Verkstjórarnir kunnu ráð að venja þessa kóna
og vernda sínar ungmeyjar, — þeir máluðu af þeim skóna
í kvennabúra göngunum, og ráku úr vinnu róna, —
sem rápuðu á grænum skóm í vinnu og matarsal.
Og menn til meðlags kröfðu
til meyja, sem að höfðu
mest af einni nóttu tínt sér ber í Herjólfsdal
við eldspýtur, og annað,
sem er í myrkri bannað;
þær brenndust margar píurnar við eld og næturhjal.


Vinnslustöðin ákvað loks eitt embætti að stofna
og skipa í það mann, sem kunni á prímusa og ofna.
Hann átti að passa stelpurnar og mátti varast sofna,
en síma strax til Hadda, ef að eitthvað bjátaði á.
Og Kristófer var valinn
til verks og konsúll talinn;
hann kunni tök á prímusum og hverri meyjarþrá
og þekkti fram til þessa
að þjóna vel og messa
og þurfti engar leiðbeiningar annarsstaðar frá.


Það var eitt kvöld í janúar þær færeyisku fengu
að fara á ball og lofuðu að plata Kidda í engu.
En heima sátu hrundir tvær, sem eftir honum gengu
og gældu við hann blítt og sætt; þær voru á undirkjól.
Þær kitluðu hann Kidda,
því kalt var úti og slydda,
Ó, kom u gái Kidda minn til bóls fra hesum stól,
ti varma skal vit fáa
og vera í kojen lága.
já, Vinnslustöðvarkonsúllinn með baukinn fór á ról.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit