Örlygur Karlsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Örlygur Karlsson.

Örlygur Karlsson kennari fæddist 2. maí 1945 á Fífilgötu 5.
Foreldrar hans voru Karl Jakobsson frá Haga í Aðaldal, S.Þing., húsasmíðameistari, f. 3. maí 1911, d. 27. desember 1994, og kona hans Auður Eiríksdóttir frá Borgum í Þistilfirði, ljósmóðir, f. 20. september 1902, d. 8. júlí 1979.

Börn Auðar og Karls:
1. Þráinn Karlsson byggingaverkfræðingur, f. 9. júní 1938. Kona hans Birna Magnúsdóttir.
2. Örlygur Karlsson félagsfræðingur, stjórnmálafræðingur, aðstoðarskólameistari, f. 2. maí 1945. Kona hans Steingerður Jónsdóttir.

Örlygur var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1945.
Hann varð stúdent í M.R. 1965, var við nám í Frakklandi 1965-1970, lauk B.A.-prófi í almennri þjóðfélagsfræði í H.Í. 1976, lauk magistersprófi í félagsfræði og stjórnmálafræði í Konstanz háskóla í Þýskalandi 1981.
Örlygur var kennari í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi frá 1981, áfangastjóri 1984-1985, aðstoðarskólameistari frá janúar 1986, skólameistari frá 2008-2012.
Hann vann ýmis störf í byggingavinnu, sat í stjórn Sambands iðnfræðsluskóla frá 1986.
Þau Steingerður giftu sig 1976, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Örlygs, (13. september 1976), er Steingerður Jónsdóttir skólaritari, húsfreyja, f. 10. apríl 1945. Foreldrar hennar Magnús Jón Ólafsson frá Fagradal í Mýrdal, útibússtjóri Samvinnubankans á Selfossi, f. 23. febrúar 1916, d. 17. mars 2013, og kona hans Ólöf Elísabet Árnadóttir frá Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi, Árn., húsfreyja, f. 31. janúar 1920, d. 22. apríl 2017.
Börn þeirra:
1. Kári Örlygsson, f. 28. nóvember 1971. Kona hans Björg Helga Sigurðardóttir.
2. Jón Örlygsson, 20. janúar 1974. Kona hans Friðsemd Thorarensen.
3. Auður Örlygsdóttir, f. 17. maí 1983. Sambúðarmaður hennar Sævar Öfjörð Magnússon.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 26. mars 2013. Minning Magnúsar Jóns Ólafssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.