Ölver Hauksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ölver Hauksson.

Ölver Guðni Hauksson frá Vatnsdal, bifreiðastjóri fæddist 11. september 1943 og lést 25. september 2018,
Foreldrar hans voru Haukur Högnason frá Vatnsdal, bifreiðastjóri, f. 7. júlí 1912, d. 13. apríl 1993, og kona hans Jóhanna Jósefína Jósefsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 2. október 1912, d. 2. nóvember 1982.

Börn Jóhönnu og Hauks:
1. Svala Guðný Vatnsdal Hauksdóttir húsfreyja, leiðbeinandi í Eyjum, f. 4. ágúst 1939, d. 11. september 2020. Maður hennar Jón Ingi Hauksson.
2. Ölver Hauksson bifreiðastjóri, f. 11. september 1943, d. 25. september 2018, ókvæntur.
3. Sigurður Högni Hauksson bifvélavirki í Eyjum, f. 17. janúar 1948. Barnsmóðir hans Elísabet Bjarnason. Fyrrum kona hans Sigríður Fanney Jónsdóttir. Kona hans Margrét Brandsdóttir.
Barn Jóhönnu fyrir hjónaband, með Haraldi Óskari Kristjánssyni frá Ísafirði:
4. Pétur Jóhannesson Haraldsson vélstjóri, f. 26. júní 1933 á Siglufirði, d. 14. júlí 1978 á Ísafirði. Hann ólst upp hjá föðurforeldrum sínum á Ísafirði.

Ölver var með foreldrum sínum í æsku, í Vatnsdal, á Landagötu 29 og Hólagötu 11.
Hann var atvinnubifreiðastjóri og við ýmis störf, í Fiskiðjunni, hjá Símanum, Flugmálastjórn, síðast hjá HS Veitum og var við björgunarstörf á Heimaey eftir Gos 1973.
Ölver Guðni var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.