Ögmundur Hannesson

From Heimaslóð
Revision as of 20:38, 29 September 2017 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Ögmundur Hannesson, Hvoli, fæddur 16. mars 1911, dáinn 15.október 2002. Tók vélstjórapróf 1930, og skipstjórapróf 1933. Var vélstjóri hjá föður sínum á m/b Vini 1931-1937 og á Haföldu 1938-1939. Tók þá við formennskunni og var með Haföldu til 1944. Var vélstjóri á Ver 1945, og flutti svo til Reykjavíkur.

Í formannavísum Lofts Guðmundssonar 1944 kvað hann um Ögmund:

Ögmundur við unnarkoss
ekki er á leiðum smeykur
er byrinn hvass og hrannafoss
við Hafölduna leikur.

Heimildir

Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ögmundur Friðrik Hannesson.