Óskar Rafn Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. ágúst 2022 kl. 12:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. ágúst 2022 kl. 12:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Óskar Rafn Magnússon“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Rafn Magússon frá Litla-Hrauni, skrifstofumaður fæddist þar 5. janúar 1916 og lést 16. nóvember 1985.
Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson frá Fitjamýri u. V.-Eyjafjöllum, sjómaður, f. 2. apríl 1893 á Lambhúshóli þar, drukknaði 30. mars 1927, og barnsmóðir hans Rannveig Jónsdóttir, þá vinnukona á Litla-Hrauni, síðar húsfreyja og bóndi að Stóru-Skógum í Stafholtstungum, f. 9. febrúar 1892, d. 16. apríl 1969.
Stjúpfaðir óskars Rafns var Benjamín Ingimarsson bóndi í Stóru-Skógum, f. 7. ágúst 1876, d. 4. september 1945.

Óskar Rafn var með móður sinni og stjúpföður í Stóru-Skógum í æsku.
Hann nam í Héraðsskólanum í Reykholti í Reykholtsdal, Borg., lauk prófi í Samvinnuskólanum í Reykjavík 1939.
Óskar vann ýmis störf, var síðan skrifstofumaður hjá Alþýðubrauðgerðinni í Reykjavík og síðast hjá Samvinnutryggingum.
Þau Sigrún Halldóra giftu sig 1944, eignuðust tvö börn.
Óskar Rafn lést 1985 og Sigrún Halldóra 1997.


Sigrún Halldóra Ágústsdóttir og Óskar Rafn Magnússon.

I. Kona Óskars Rafns, (1. desember 1944), var Sigrún Halldóra Ágústsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1917 á Hákonarstöðum á Jökuldal, d. 5. ágúst 1997. Foreldrar hennar voru Vilhelm Ágúst Ásgrímsson bóndi, f. 5. ágúst 1888 á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá, d. 26. júlí 1971, og kona hans Guðbjörg Alexandersdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1891 á Minna-Mosfelli í Grímsnesi, Árn., d. 4. apríl 1974.
Börn þeirra:
1. Skúli Heiðar Óskarsson bifreiðastjóri, leigubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 16. maí 1946, d. 14. október 2018. Kona hans Birna Ólafsdóttir.
2. Sigmar Halldór Óskarsson símvirki, yfirkerfisfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur, f. 17. desember 1952, d. 6. apríl 2020. Kona hans Elísabet Guðrún Snorradóttir.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1997. Minning Sigrúnar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.