Ómar Ragnarsson (tollvörður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2022 kl. 14:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2022 kl. 14:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ómar Ragnarsson''' tollvörður fæddist 26. júlí 1964 í Sólhlíð 4B.<br> Foreldrar hans voru Ragnar Runólfsson frá Bræðratungu, sjómaður, smiður, f. 13. desember 1933, og kona hans Geirþrúður Johannesen frá Færeyjum, húsmóðir, f. 21. febrúar 1940. Börn Geirþrúðar og Ragnars:<br> 1. Allan Ragnarsson raffræðingur, f. 27. janúar 1960. Fyrrum kona hans Kristín Halldórsdóttir. Kona hans...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ómar Ragnarsson tollvörður fæddist 26. júlí 1964 í Sólhlíð 4B.
Foreldrar hans voru Ragnar Runólfsson frá Bræðratungu, sjómaður, smiður, f. 13. desember 1933, og kona hans Geirþrúður Johannesen frá Færeyjum, húsmóðir, f. 21. febrúar 1940.

Börn Geirþrúðar og Ragnars:
1. Allan Ragnarsson raffræðingur, f. 27. janúar 1960. Fyrrum kona hans Kristín Halldórsdóttir. Kona hans Harpa Þorsteinsdóttir.
2. Ómar Ragnarsson tollvörður, f. 26. júlí 1964. Barnsmóðir hans Dagbjört Ólafsdóttir.

Ómar var með foreldrum sínum í æsku, fylgdi móður sinni til Færeyja við Gosið 1973 og dvaldi hjá skyldfólki í Þórshöfn til gosloka, fylgdi móður sinni að Miðvangi í Hafnarfirði síðla árs 1973.
Hann stundaði nám í Víghólaskóla, lauk skyldunámi þar og nam síðan tvö ár í verslunardeild skólans. Ómar var skiptinemi í S.-Kóreu 1989 og fór þangað síðar til að nema bardagalistir. Hann hefur setið fjölda námskeiða vegna tollvarðarstarfs síns.
Ómar fór til Norðurlanda á vegum Nordjobb til sumarstarfa, starfaði hjá Olís, á Kópavogshæli og hjá Kópavogsbæ, hjá Sökkli 1997-1998.
Hann hefur verið tollvörður frá 1998, er nú tollvörður í póstmiðstöðinni á Höfða í Reykjavík.
Ómar eignaðist barn með Dagbjörtu 1991.

I. Barnsmóðir Ómars er Dagbjört Ólafsdóttir, f. 3. september 1963.
Barn þeirra:
1. Selma Dögg Ómarsdóttir, vinnur á sambýli í Grindavík, f. 20. júlí 1991. Sambúðarmaður hennar Ásgeir Örn Emilsson.

II. Unnusta Ómars er Bryndís Jóhannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.