Óli Ágúst Ólafsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óli Ágúst Ólafsson.

Óli Ágúst Ólafsson frá Vatnskoti í Þykkvabæ, bóndi, verkamaður, bifreiðastjóri fæddist 11. ágúst 1940 á Akranesi og lést 18. febrúar 2023 á Gran Canaria.
Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson sjómaður, bóndi, f. 21. október 1907, d. 9. nóvember 1981 og kona hans Ástrós Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1915, d. 24. maí 1988.

Óli var með foreldrum sínum á Akranesi til 1949, fluttist með þeim að Baldurshaga í Þykkvabæ og bjó með þeim.
Þau Jóhanna Björg giftu sig 1963, eignuðust fjögur börn. Þau keyptu jörðina Vatnskot með foreldrum hans 1963 og stunduðu þar búskap. Óli stundaði jafnframt sjómennsku í Eyjum og Þorlákshöfn og vann við virkjanaframkvæmdir.
Jóhanna lést 2000.
Þau Sigurveig giftu sig 2005, fluttu á Selfoss. Þau eignuðust ekki börn saman, en Sigurveig átti þrjú börn frá fyrri samböndum.
Óli stundaði byggingavinnu og vörubílaakstur á Selfossi.
Þau Sigurveig fluttu til Eyja 2010, bjuggu að Foldahrauni 41.
Óli Ágúst lést 2023.

I. Kona Óla, (23. desember 1963), var Jóhanna Björg Bjarnadóttir húsfreyja, starfsmaður í mötuneyti, f. 27. mars 1939 í Syðri-Tungu á Tjörnesi, d. 8. júní 2000. Foreldrar hennar voru Bjarni Þorsteinsson bóndi, f. 16. desember 1895, d. 18. mars 1977, og kona hans Emilía Sigtryggsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1898, d. 4. maí 1985.
Börn þeirra:
1. Rósa Emilía Óladóttir húsfreyja, skólaliði í Hafnarfirði, f. 2. ágúst 1962. Maður hennar Gunnar Ársælsson.
2. Ólafur Bjarni Ólason sjómaður í Eyjum, f. 13. júní 1964. Kona hans Eydís Ásgeirsdóttir.
3. Sigrún Óladóttir húsfreyja í Brúnahlíð í Aðaldal, f. 4. júlí 1965. Maður hennar Árni Þorbergsson.
4. Jóhannes Ólason múrari í Reykjavík, f. 27. ágúst 1966. Kona hans Þórdís María Viðarsdóttir.

II. Kona Óla, (8. október 2005), er Sigurveig Margrét Andersen húsfreyja, f. 9. október 1951. Foreldrar hennar voru Ingvald Olaf Andersen matsveinn, f. 7. maí 1923 á Siglufirði, d. 30. júní 2012, og kona hans Málfríður Anna Bjarnadóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona, f. 15. janúar 1923, d. 28. maí 2002.
Börn Sigurveigar:
5. Ingvald Rúnarsson, f. 7. febrúar 1970, d. 30. desember 1974.
6. Björgvin Þór Rúnarsson, f. 15. desember 1971.
7. Kolbrún Anna Rúnarsdóttir, f. 14. ágúst 1974.
8. Svanhildur Inga Ólafsdóttir, f. 20. febrúar 1979.
9. Þóra Margrét Ólafsdóttir, f. 6. mars 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 17. mars 2023. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.