Ólafur Sigurjónsson (skólameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Hreinn Sigurjónsson frá Hvolsvelli, skólameistari fæddist þar 30. maí 1950 og lést 25. nóvember 2021 á Droplaugarstöðum í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Sigurjón Sigurjónsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð, verkstæðisformaður á Rauðalæk í Holtum, bifvélavirki á Hvolsvelli, f. 24. mars 1921, og kona hans Margrét Hreinsdóttir frá Kvíarholti í Holtahreppi, húsfreyja, f. 1. september 1909, d. 7. júlí 1989.

Ólafur Sigurjónsson.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Skógum 1966, stúdentsprófi í Menntaskólanum á Laugarvatni 1970, B.S-prófi í jarðfræði í Háskóla Íslands 1975, prófi í uppeldis-og kennslufræði þar 1981, stundaði nám við háskólann í Strathclyde 2002-2003.
Ólafur var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1976-1979, í Framhaldsskólanum í Eyjum 1979-1982, aðstoðarskólameistari þar 1982-1984, skólameistari þar frá 1984-2017.
Ólafur vann fyrir gosefnanefnd Iðnaðarráðuneytisins og síðan Rannsóknastofnun iðnaðarins 1974-1976. Á sumrin vann hann hjá Skógrækt ríkisins flest sumur frá 1964-1969, var starfsmaður Orkustofnunar 1971-1973, starfsmaður á tæknideild Vestmannaeyjabæjar 1977-1980.
Ólafur var stallari Menntaskólans á Laugarvatni 1969-1970, sat í skólanefnd Gagnfræðaskólans í Eyjum 1976-1984, Framhaldsskólans 1976-1984, formaður 1979-1982, formaður Menningarsjóðs Vestmannaeyja frá stofnun 1988, sat í ýmsum nefndum á vegum Vestmannaeyjabæjar og Menntamálaráðuneytisins.
Ólafur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið í Eyjum 1977-1984, m.a. sat hann í ritstjórn Eyjablaðsins.
Þau Svava giftu sig 1975, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Granaskjóli í Reykjavík í fyrstu, síðan á Áshamri 61 og Hólagötu 34. Þau fluttu til Lands. Ólafur dvaldi síðast á Droplaugarstöðum og lést þar 2021.

I. Kona Ólafs, (3. október 1975), er Svava Hafsteinsdóttir húsfreyja og starfsmaður á barnaheimili, sérkennari, f. 26. ágúst 1953.
Börn þeirra:
1. Anna Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, f. 28. október 1971. Maður hennar Haraldur Hannesson.
2. Andri Ólafsson, f. 18. desember 1982. Barnsmóðir Charlotte Kosini. Kona hans Tinna Schram.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 2. desember 2021. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.