Ólafur Sigurðsson (Hólnum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. september 2019 kl. 21:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. september 2019 kl. 21:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Sigurðsson frá Snotru í A-Landeyjum, bóndi á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, síðar verkamaður á Hólnum við Landagötu 18 fæddist 24. febrúar 1865 og lést 30. janúar 1946.
Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi, f. 30. júlí 1830 í Múlakoti í Fljótshlíð, d. 20. maí 1907, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir frá Hlíðarendakoti þar, húsfreyja, f. 25. júní 1837, d. 21. ágúst 1913.

Ólafur var með foreldrum sínum í Snotru í æsku, var vinnumaður á Teigi í Fljótshlíð 1890.
Þau Aðalheiður giftu sig 1897, voru bændur á Vestri-Torfastöðum 1901 og enn 1920 með börnum sínum og Margréti móður Aðalheiðar.
Þau fluttust til Eyja 1925, leigðu í Ásbyrgi með fimm börn sín, en fluttu í nýbyggt hús sitt við Landagötu 18, Hólinn 1927 og bjuggu þar síðan, en Aðalheiður lést 1933.
Ólafur dvaldi síðustu ár sín hjá Óskari syni sínum og Kristínu konu hans á Hólnum. Hann lést 1946.

I. Kona Ólafs, (1897), var Aðalheiður Jónsdóttir frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, f. 12. október 1873, d. 24. ágúst 1933.
Börn Aðalheiðar og Ólafs í Eyjum:
1. Jóhanna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1895, d. 27. júlí 1984, kona Guðmundar Jónssonar skósmiðs.
2. Guðrún Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1897, d. 2. janúar 1957, kona Carls Gränz málara- og trésmíðameistara.
3. Aðalheiður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1901, d. 28. desember 1990, kona Guðna Ólafssonar.
4. Óskar Ólafsson frá Hólnum við Landagötu, pípulagningamaður, f. 15. ágúst 1905, d. 23. janúar 1986, maður Kristínar Jónsdóttur.
5. Jón Ólafsson sjómaður, verkamaður, síðar í Reykjavík, f. 1. apríl 1910, d. 7. nóvember 1937.
6. Ingólfur Ólafsson sjómaður, síðast í Görðum, f. 23. janúar 1914, d. 12. janúar 1941.
7. Guðmunda Ólafsdóttir vinnukona á Karlsbergi 1930, síðar húsfreyja í Hafnarfirði, f. 10. maí 1916, d. 17. júlí 1994.
8. Kjartan Ólafsson kennari, f. 3. ágúst 1917, d. 13. desember 1969. Kona hans var Sigríður Elísabet Bjarnadóttir húsfreyja.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.