Ólafur Oddgeirsson (rafvirkjameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. maí 2022 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. maí 2022 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Oddgeirsson.

Ólafur Oddgeirsson frá Breiðavík, rafvirkjameistari fæddist 30. mars 1929 á Skjaldbreið og lést 12. ágúst 1998 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Foreldrar hans voru Oddgeir Hjartarson rafvirkjameistari í Eyjum, f. 15. júní 1902 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, d. 11. ágúst 1959 á Landspítalanum, og kona hans Ásta Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1904 á Sauðárkróki, d. 3. desember 1985.

Börn Ástu og Oddgeirs:
1. Guðbjörg Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1927, d. 5. maí 2010.
2. Ólafur Haraldur Oddgeirsson rafvirkjameistari, f. 30. mars 1929.
3. Lilja Goðmunda Oddgeirsdóttir (Stúlla) húsfreyja, f. 3. júní 1931, d. 25. október 1997.
4. Hjördís Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1932, d. 22. mars 1994.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, á Skjaldbreið við Urðaveg 36, í Eystra Stakkagerði, en lengst í Breiðuvík við Kirkjuveg 82.
Ólafur lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1951. Meistari var Lárus Guðmundsson. Hann fékk meistarabréf 1956, lögildingu 1957. Ólafur sótti námskeið í einlínumyndun og hagnýtri rafeindatækni.
Ólafur starfaði við almenna rafvirkjun og heimilistækjaviðgerðir hjá Neista sf., var annar stofnenda Raftækjavinnustofunnar og verslunarinnar Kjarna sf. Hann vann síðan hjá Fiskiðjunni og við uppbyggingu Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar (FES).
Hann flutti síðan til Reykjavíkur, starfaði hjá Vörumarkaðnum hf., Gunnari Ásgeirssyni og Prentsmiðjunni Odda hf.
Ólafur sat oft í prófnefndum og var formaður prófnenda. Einnig var hann meistari nokkurra nema í rafvirkjun.
Þau Ragna Lísa giftu sig, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Breiðavík við Kirkjuveg 82 og á Heiðarvegi 68, en síðast á Borgarheiði 13v í Hveragerði.
Ólafur lést 1998 og Ragna Lísa 2006.

I. Kona Ólafs, (31. október 1953), var Ragna Lísa Eyvindsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verslunarmaður, f. þar 6. mars 1934, d. 25. febrúar 2006. Foreldrar hennar voru Eyvindur Nikódemus Júlíusson verkamaður, f. 3. ágúst 1898 á Gaul í Staðarsveit á Snæf., d. 27. desember 1986 og kona hans Katrín Sigríður Jósefsdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1897 á Stóru-Reykjum í Fljótum í Skagaf., d. 21. maí 1957.
Börn þeirra:
1. Eyvindur Ólafsson rafvirki, f. 25. desember 1952 í Eyjum. Barnsmæður hans hans Aðalheiður Tryggvadóttir og Sólveig Kristjánsdóttir. Kona hans Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir.
2. Hjörtur Ólafsson tölvufræðingur, f. 18. ágúst 1955 í Eyjum. Fyrrum kona hans Gunnur Inga Einarsdóttir. Kona hans Svandís Ingimundardóttir.
3. Hlynur Ólafsson auglýsingateiknari, f. 12. ágúst 1956 í Eyjum. Kona hans Þórdís Magnúsdóttir.
4. Ásta Katrín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1958 í Eyjum. Maður hennar Jóhannes Guðmundsson.
5. Lilja Björk Ólafsdóttir, f. 19. ágúst 1962 í Eyjum. Maður hennar Óskar Óskarsson.
6. Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona, f. 24. ágúst 1964 í Eyjum. Maður hennar Andri Örn Clausen, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.