Ólafur Már Sigmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Már Sigmundsson.

Ólafur Már Sigmundsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, trillukarl fæddist 11. mars 1942 að Hásteinsvegi 17 og lést 11. apríl 2023.
Foreldrar hans voru Sigmundur Karlsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, sjómaður, vélstjóri, f. 23. september 1912, d. 13. apríl 1994, og kona hans Klara Kristjánsdóttir frá Heiðarbrún, húsfreyja, f. 8. júlí 1917, d. 23. janúar 1993.

Börn Klöru og Sigmundar:
1. Elín Kristín Sigmundsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. febrúar 1936 á Breiðabólstað, d. 30. desember 2000.
2. Guðmundur Karl Sigmundsson, f. 3. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 10, d. 31. maí 1937.
3. Karl Sesar Sigmundsson skósmiður, f. 6. febrúar 1938 á Hásteinsvegi 9.
4. Jóhanna Ester Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1939 á Hásteinsvegi 9.
5. Auður Anna (Sigmundsdóttir) Konráðsdóttir, f. 28. desember 1940 á Vesturvegi 19, (Lambhaga). Hún varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915 og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
6. Ólafur Már Sigmundsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 11. mars 1942 á Hásteinsvegi 17, d. 11. apríl 2023.
7. Svavar Sigmundsson húsasmíðameistari, kaupmaður, f. 16. nóvember 1944 í Stafnesi.
8. Heimir (Sigmundsson) Konráðsson rafvirki, f. 26. mars 1946 í Stafnesi. Hann varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915 og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
9. Hörður Ársæll Sigmundsson tónlistarmaður, f. 31. desember 1947 í Nikhól, (Hásteinsvegi 38), d. 22. apríl 1966.
10. Kristján Sigmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 20. apríl 1951 á Hásteinsvegi 38.
11. Laufey Sigríður Sigmundsdóttir húsfreyja á Spáni, f. 25. janúar 1956 á Hásteinsvegi 38.

Ólafur var með foreldrum sínum.
Hann öðlaðist vélstjóraréttindi.
Ólafur varð snemma sjómaður, hóf sjómennsku 15 ára með föður sínum á Hrafni Sveinbjarnarsyni VE-141, var síðan á Hilmi VE-282, var þar annar vélstjóri. Hann var á Stefáni Þór VE-150 með Guðjóni Pálssyni. Þeir ásamt Guðleifi Ólafssyni stofnuðu félagið Ufsaberg hf. og eignuðust Gullberg NS-11, síðan VE-292, og gerðu bátinn út til 1987. Þar var Ólafur yfirvélstjóri.
Ólafur sneri sér að smábátaútgerð 1988.
Þau Hildur eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Þórhildur eignuðust þrjú börn.
Ólafur Már lést 2023.

I. Barnsmóðir Ólafs Þórs var Hildur Magnúsdóttir, f. 7. febrúar 1942 á Ólafsfirði, d. 25. maí 2019. Foreldrar hennar voru Magnús Jón Guðmundsson útgerðarmaður, f. 14. maí 1913, d. 7. febrúar 1980, og kona hans Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1914, d. 28. júní 1996 Börn þeirra:
1. Aðalbjörg Ólafsdóttir, f. 1. febrúar 1961. Maður hennar Ríkharður Lúðvíksson.
2. Magnús Guðmundur Ólafsson, f. 11. apríl 1962. Kona hans Agnes Númadóttir.

II. Kona Ólafs Más, (17. maí 1963), er Þórhildur Jónasdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1945. Foreldrar hennar voru Jónas Hjörleifsson bóndi að Rauðafelli, A-Eyjafjallahreppi, Rang., f. 2. janúar 1909, d. 30. september 1991, og kona hans Ragnhildur Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1912, d. 23. nóvember 1996.
Börn þeirra:
3. Stefán Ólafsson, f. 31. janúar 1964. Kona hans Helena Árnadóttir.
4. Hörður Ársæll Ólafsson, f. 27. janúar 1969. Sambúðarkona hans Þuríður Henrýsdóttir. Barnsmóðir hans Lára Jóhannesdóttir.
5. Ragnhildur Ólafsdóttir, f. 7. ágúst 1973. Barnsfaðir hennar Ragnar Waage Pálmason. Maður hennar Jóhannes Jóhannesson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.