Ólafur Guðmundsson (Hlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. ágúst 2022 kl. 10:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. ágúst 2022 kl. 10:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson frá Hlíð, húsasmíðameistari, kennari fæddist 26. október 1927 á Eiðum og lést 10. ágúst 2007.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, f. 24. nóvember 1900 á Iðu í Biskupstungum, d. 1. október 1976, og kona hans Árný Magnea Steinunn Árnadóttir frá Byggðarholti, f. 18. september 1901, d. 2. nóvember 1960.
Fósturforeldrar Ólafs voru Þórunn Snorradóttir húsfreyja í Hlíð, f. 20. október 1878 í Svarðbæli u. Eyjafjöllum, d. 1. ágúst 1947, og manni hennar Jóni Jónssyni útgerðarmanni og rithöfundi, f. 23. október 1878, d. 23. september 1954.

Börn Árnýjar og Guðmundar:
1. Ólöf Stella Guðmundsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. júlí 1923 á Eiðum.
2. Sigurður Guðmundsson netagerðarmaður, f. 14. janúar 1925 á Eiðum, d. 12. september 2002.
3. Árni Guðmundsson vélstjóri, síðar húsvörður í Kópavogi, f. 25. júní 1926 á Eiðum, d. 12. nóvember 2000.
4. Ólafur Guðmundsson trésmíðameistari, kennari, f. 26. október 1927 á Eiðum, d. 10. ágúst 2007.
5. Anton Guðmundsson vélsmiður, f. 29. júlí 1929 á Eiðum, d. 10. ágúst 2013.
6. Páll Valdimar Karl Guðmundsson, f. 13. október 1930 á Eiðum, d. 14. apríl 1931.

Vegna veikinda móður sinnar ólst Ólafur upp hjá fósturforeldrum frá þriggja ára aldri.
Hann stundaði sjómennsku á yngri árum sínum, lauk iðnnámi í Vestmannaeyjum og fékk meistararéttindi í húsasmíði 1953. Hann stundaði einnig nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Kennaraskólann.
Þau Guðlaug giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn, en Ólafur hafði eignast barn í Eyjum 1948.
Fjölskyldan fluttist til Húsavíkur 1962 og þar starfaði Ólafur síðan við kennslu í smíðum og útskurði. Einnig fékkst hann við listsköpun.
Ólafur stundaði einnig tónlist, var í lúðrasveit og söng í kórum. Hann starfaði með Kiwanisklúbbnum Skjálfanda og var formaður hans um skeið.

I. Barnsmóðir Ólafs var Perla Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, f. 11. ágúst 1928.
Barn þeirra:
1. Elías Björn Angantýsson vélvirki í Kópavogi, f. 20. ágúst 1948. Hann varð kjörsonur Sigríðar Björnsdóttur húsfreyju í Hlaðbæ, systur Perlu, og manns hennar Angantýs Arngríms Elíassonar skipstjóra, útgerðarmanns og lóðs, f. 29. apríl 1916, d. 18. júní 1991.

II. Kona Ólafs, (1953), var Guðlaug Jóhannsdóttir frá Eiði á Langanesi, húsfreyja, f. 31. desember 1933. Foreldrar hennar voru Jóhann Gunnlaugsson bóndi, f. 28. mars 1901, d. 3. nóvember 1980, og kona hans Berglaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1915, d. 2. apríl 2002.
Börn þeirra:
2. Jón Þór Ólafsson rafmagnsverkfræðingur í Garðabæ, f. 21. janúar 1954. Kona hans er Svava Gústavsdóttir.
3. Trausti Ólafsson á Húsavík, kjötiðnaðarmaður, listamaður f. 15. ágúst 1956. Kona hans er Auður Jónasdóttir.
4. Berglind Hanna Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 23. mars 1959. Maður hennar var Jón Steinar Ingólfsson.
5. Guðmundur Árni Ólafsson hárskeri, f. 2. október 1963. Kona hans er Fanney Hreinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.