Ólafur Ólafsson (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.

Ólafur Ólafsson vinnumaður frá Dölum fæddist 1842 í A-Landeyjum og hrapaði til bana 14. júlí 1867.

Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson bóndi í Dölum, f. 1800, d. 21. september 1863, og barnsmóðir hans Valgerður Magnúsdóttir vinnukona, f. 1806.

Ólafur var með föður sínum í Dölum 1845 og enn 1855. Hann var vinnumaður í Frydendal 1860 og enn við andlát 1867.
Hann hrapaði til bana úr Elliðaey 14. júlí 1867.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.