Ólafur Ólafsson (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. febrúar 2014 kl. 13:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. febrúar 2014 kl. 13:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Ólafsson (Dölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Ólafsson vinnumaður frá Dölum fæddist 1842 í A-Landeyjum og hrapaði til bana 14. júlí 1867.

Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson bóndi í Dölum, f. 1800, d. 21. september 1863, og barnsmóðir hans Valgerður Magnúsdóttir vinnukona, f. 1806.

Ólafur var með föður sínum í Dölum 1845 og enn 1855. Hann var vinnumaður í Frydendal 1860 og enn við andlát 1867.
Hann hrapaði til bana úr Elliðaey 14. júlí 1867.


Heimildir