Ólafía Friðriksdóttir (Látrum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafía Friðriksdóttir frá Látrum, húsfreyja fæddist 26. september 1916 og lést 22. desember 1993.
Foreldrar hennar voru Friðrik útvegsbóndi og formaður á Látrum, f. 7. desember 1868 í Dyrhólahjáleigu í Mýrdal, d. 29. október 1940 og kona hans Sigurína Katrín húsfreyja, f. 7. maí 1884 í Grindavíkursókn, d. 26. desember 1922.

Börn Sigurínu og Friðriks:
1. Brynjólfur Kristinn stórkaupmaður, f. 2. júlí 1911, d. 1. apríl 1984.
2. Guðjón, f. 31. ágúst 1912, d. 30. mars 1932.
3. Ármann formaður, útgerðarmaður, f. 21. nóvember 1914, d. 11. nóvember 1989.
4. Klara Friðriksdóttir húsfreyja á Látrum, f. 26. september 1916, d. 30. desember 2008.
5. Ólafía, f. 26. september 1916, d. 22. desember 1993.
6. Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 25. júlí 1919, d. 26. febrúar 1920.
Fósturbörn Sigurínu og Friðriks voru:
1. Haukur Lárusson Johnsen, f. 17. nóvember 1914, d. 17. maí 1957. Hann var sonur Kristins Lárusar Johnsen frá Frydendal, f. 31. desember 1884, d. 15. október 1930, og Guðlaugar Oddgeirsdóttur frá Ofanleiti, f. 20. janúar 1885, d. 21. desember 1966.
2. Sigurjóna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1916, d. 24. nóvember 1981, dóttir Ólafs Ingileifssonar formanns, f. 9. júní 1891, d. 14. febrúar 1968, og fyrstu konu hans Sigurjónu Sigurjónsdóttur húsfreyju, f. 26. maí 1897, d. 22. nóvember 1918. Maður Sigurjónu í Görðum var Björn Guðmundsson kaupmaður og útgerðarmaður.

Ólafía var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hennar lést, er Ólafía var á sjöunda ári sínu. Hún var síðan með föður sínum.
Hún nam í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði.
Þau Þorvaldur giftu sig 1944, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Klappaskjólsveg í Reykjavík.
Þorvaldur lést 1992 og Ólafía 1993.

I. Maður Ólafíu, (1944), var Þorvaldur S. Árnason skipstjóri, f. 11. september 1917 í Bolungarvík, d. 13. desember 1992. Foreldrar hans voru Árni Guðmundur Þórarinn Sigurðsson sjómaður, f. 19. ágúst 1988, d. 11. apríl 1945, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir frá Brekku í Gilsfirði, húsfreyja, f. 15. júní 1892, d. 9. desember 1985.
Börn þeirra:
1. Sigfríð Þorvaldsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 5. ágúst 1944, d. 22. júlí 2015. Fyrrum maður hennar Gunnlaugur Óskar Ragnarsson.
2. Sigríður Hrefna Kvaran Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1946. Maður hennar Gunnar Kvaran.
3. Árni Þorvaldsson pípulagningamaður, f. 10. apríl 1955. Kona hans Guðrún Magnúsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.