Ólöf Ketilsdóttir (Gvendarhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólöf Ketilsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi fæddist 7. desember 1863 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum og lést 12. maí 1959.
Faðir Ólafar var Ketill bóndi í Ásólfsskála 1860, f. 7. ágúst 1827, d. 22. júlí 1920, Eyjólfsson bónda á Aurgötu og Hvammi undir Eyjafjöllum, f. 1804, d. 29. maí 1842, Ketilssonar, og konu Eyjólfs, Jórunnar húsfreyju, f. 1804, Ólafsdóttur.
Móðir Ólafar og kona Ketils var Ólöf húsfreyja í Ásólfsskála 1870, f. 12. október 1829, d. 29. júlí 1911, Jónsdóttir í Miðskála undir Eyjafjöllum 1835, f. 1801, Jónssonar, og barnsmóður Jóns, Höllu vinnukonu í Miðskála, f. 1. júní 1796, d. 5. mars 1879, Högnadóttur.

Meðal barna Ketils Eyjólfssonar og Ólafar voru:
1. Eyjólfur Ketilsson bóndi í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, síðar verkamaður í Eyjum, f. 10. október 1853, d. 2. júní 1947. Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir.
2. Ólöf Ketilsdóttir húsfreyja á Núpi u. Eyjafjöllum 1910 og 1920, síðar í Þorlaugargerði, f. 9. desember 1863, d. 12. maí 1959. Maður hennar var Friðjón Magnússon.
3. Ketill Ketilsson bóndi í Ásólfsskála, síðar verkamaður í Eyjum, f. 13. mars 1865, d. 23. febrúar 1948. Kona hans var Katrín Bjarnardóttir.
4. Sveinn Ketilsson verkamaður, f. 29. september 1866, d. 17. desember 1957, ókv.
5. Þuríður Ketilsdóttir húsfreyja í Úthlíð, f. 13. desember 1867, d. 8. september 1960. Maður hennar var Jón Stefánsson.

Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, var enn með þeim í Ásólfsskála 1890. Hún var ógift systir bóndans Ketils Ketilssonar þar 1901.
Þau Friðjón giftu sig 1908, bjuggu á Núpi u. Eyjafjöllum, eignuðust Ólafíu á því ári, en misstu hana á fimmta mánuði aldurs síns.
Með þeim 1910 var uppeldissonur þeirra Magnús Andrésson 13 ára, síðar bóndi á Núpi.
Þau bjuggu enn á Núpi til ársins 1924, en fluttust þá til Eyja, voru bændur í Gvendarhúsi í lok ársins og bjuggu þar meðan báðum entist líf, en Friðjón dó þar 1938.
Ólöf bjó ekkja í Hlíðarási, Faxastíg 3 1940 og enn 1949.
Hún lést 1959.

I. Maður Ólafar, (1908), var Friðjón Magnússon bóndi, f. 17. september 1868 í Kaldaðarnessókn í Árn., d. 15. september 1938.
Barn þeirra var
1. Ólafía Friðjónsdóttir, f. 26. október 1908 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 12. mars 1909.
Uppeldissynir þeirra voru:
2. Ingimundur Brandsson bóndi í Ysta-Bæli u. Eyjafjöllum, f. 9. ágúst 1889, d. 16. júlí 1973.
3. Magnús Andrésson bóndi á Núpi, f. 3. júní 1897, d. 24. janúar 1983.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.