„Íþróttafélagið Þór“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(16 millibreytingar ekki sýndar frá 8 notendum)
Lína 1: Lína 1:
Mikil vakning var í æskulýðsmálum í byrjun annars áratugs 20. aldarinnar. [[Steinn Sigurðsson]] skólastjóri beitti sér fyrir hreyfingu unga fólksins. Hann kenndi sund, glímu og knattspyrnu. Þetta var í nafni [[Ungmennafélag Vestmannaeyja|Ungmennafélags Vestmannaeyja]]. Það starf dó þegar Steinn Sigurðsson flutti frá Eyjum. En áður hafði íþróttakennari komið frá Reykjavík og haldið námskeið fyrir unga fólkið. Þessi kennari sem hét Guðmundur Sigurjónsson beitti sér fyrir stofnun sérstaks íþróttafélags. Stofnfundur þessa nýja íþróttafélags var 9. september 1913 í [[Borg|Þinghúsinu]]. Stofnfélagar voru 13 og voru þar á meðal margir nafnkunnir menn í bæjarfélaginu. Markmið Þórs voru í upphafi að auka líkamlegan og andlegan mátt æskulýðs byggðarlagsins, bæði pilta og stúlkna.
Mikil vakning var í æskulýðsmálum í byrjun annars áratugar 20. aldarinnar. [[Steinn Sigurðsson (skólastjóri)|Steinn Sigurðsson]] skólastjóri beitti sér fyrir hreyfingu unga fólksins. Hann kenndi sund, glímu og knattspyrnu. Þetta var í nafni [[Ungmennafélag Vestmannaeyja|Ungmennafélags Vestmannaeyja]]. Það starf dó þegar Steinn Sigurðsson flutti frá Eyjum. En áður hafði íþróttakennari komið frá Reykjavík og haldið námskeið fyrir unga fólkið. Þessi kennari, sem hét Guðmundur Sigurjónsson, beitti sér fyrir stofnun sérstaks íþróttafélags. Stofnfundur þessa nýja íþróttafélags var 9. september 1913 í [[Borg|Þinghúsinu]]. Stofnfélagar voru 13 og voru þar á meðal margir nafnkunnir menn í bæjarfélaginu. Markmið Þórs voru í upphafi að auka líkamlegan og andlegan mátt æskulýðs byggðarlagsins, bæði pilta og stúlkna.
[[Mynd:Jsþ 0191 Knattspyrnuhópur Þórs.jpg|thumb|300px|1. flokkur Þórs árið 1956.]]


Á stofnfundinum var félaginu gefið nafnið Þór, en alls komu sjö nafngiftir til greina. Ekki er getið í fundargerðarbókum hverjar hinar tillögurnar eru. Þá voru lög fyrir félagið samþykkt í 10 aðalgreinum. Í 2. gr. laganna segir: ''„Tilgangur félagsins er að iðka allskonar íþróttir og glæða áhuga manna á þeim.“'' Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir [[Georg Gíslason]], formaður, [[Haraldur Eiríksson]], féhirðir og [[Sigurður Jónsson]], skósmiður í [[Péturshús|Péturshúsi]], var ritari.
Á stofnfundinum var félaginu gefið nafnið Þór, en alls komu sjö nafngiftir til greina. Ekki er getið í fundargerðarbókum hverjar hinar tillögurnar eru. Þá voru lög fyrir félagið samþykkt í 10 aðalgreinum. Í 2. gr. laganna segir: ''„Tilgangur félagsins er að iðka alls konar íþróttir og glæða áhuga manna á þeim.“'' Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir [[Georg Gíslason]], formaður, [[Haraldur Eiríksson]], féhirðir og [[Sigurður Jónsson]], skósmiður í [[Péturshús|Péturshúsi]], var ritari.


Tveimur dögum eftir aðalfund félagsins komu stofnfélagar saman til fundar. Á fundinum var tekin ákvörðun um að senda mann til Reykjavíkur til náms. Skyldi hann taka að sér íþróttakennslu félagsins þegar hann kæmi aftur heim. Haraldur Eiríksson, fyrrverandi rafvirkjameistari, var valinn til ferðarinnar. Strax um haustið 1913 byrjuðu íþróttaæfingar félagsins, en fyrsta árið var eingöngu um að ræða íslenska glímu, sem iðkuð var. Fljótlega varð starfsemi félagsins fjölbreyttari og knattspyrna, frjálsar íþróttir, sund og leikfimisæfingar voru einnig iðkaðar.
Tveimur dögum eftir aðalfund félagsins komu stofnfélagar saman til fundar. Á fundinum var tekin ákvörðun um að senda mann til Reykjavíkur til náms. Skyldi hann taka að sér íþróttakennslu félagsins þegar hann kæmi aftur heim. Haraldur Eiríksson, fyrrverandi rafvirkjameistari, var valinn til ferðarinnar. Strax um haustið 1913 byrjuðu íþróttaæfingar félagsins, en fyrsta árið var eingöngu um að ræða íslenska glímu, sem iðkuð var. Fljótlega varð starfsemi félagsins fjölbreyttari og knattspyrna, frjálsar íþróttir, sund og leikfimiæfingar voru einnig iðkaðar.


Gefið var út félagsblað á fyrstu árum Þórs og hét það Mjölnir. Fyrsta tölublaðið var lesið upp á félagsfundi 20. janúar 1919. Þá var stofnuð sérstök kvennadeild í handknattleik 9. desember 1929.
Gefið var út félagsblað á fyrstu árum Þórs og hét það [[Mjölnir (blað)|Mjölnir]]. Fyrsta tölublaðið var lesið upp á félagsfundi 20. janúar 1919. Þá var stofnuð sérstök kvennadeild í handknattleik 9. desember 1929.


Tíu árum eftir stofnun Þórs kom [[Knattspyrnufélagið Týr|knattspyrnufélagið Týr]] til sögunnar. Segja má að þessi tvö félög hafi ekki getað verið án hvors annars, því félögin efldu hvort annað, skerptu keppnisviljann, brýndu fórnarviljann og juku félagsþroska félaga sinna. Sameiginlega réðust félögin í að endurbæta  
Átta árum eftir stofnun Þórs eða árið 1921, kom [[Knattspyrnufélagið Týr|Knattspyrnufélagið Týr]] til sögunnar. Segja má að þessi tvö félög hafi ekki getað verið hvort án annars, því félögin efldu hvort annað, skerptu keppnisviljann, brýndu fórnarviljann og juku félagsþroska félaga sinna. Sameiginlega réðust félögin í að endurbæta völlinn við Hástein um miðjan þriðja áratuginn, en í nokkur ár hafði ekkert verið gert í vallarmálum. Var völlurinn við [[Hásteinn|Hástein]] notaður til ársins 1937, er íþróttasvæðið inni við [[Botn]] var tekið í notkun. Allmörgum árum síðar var svo aftur farið á svæðið við Hástein þar sem nú er aðalleikvangur knattspyrnunnar.
 
Árið 1996 var Íþróttafélagið Þór lagt niður og sameinað Knattspyrnufélaginu Tý undir merkjum [[ÍBV]].


== Formenn Íþróttafélagsins Þórs frá stofnun þess 1913 ==
== Formenn Íþróttafélagsins Þórs frá stofnun þess 1913 ==


* [[Georg Gíslason]] frá [[Stakkagerði]] 1913-1932
* [[Georg Gíslason]] frá [[Stakkagerði]] - 1913-1918
* [[Jón Ólafsson]] frá [[Garðhúsum]] 1932-1942
* [[Hjálmar Eiríksson]] - 1919
* [[Georg Gíslason]] frá [[Stakkagerði]] - 1920-1923
* [[Guðmundur Helgason]] - 1924-1926
* [[Georg Gíslason]] frá [[Stakkagerði]] - 1927-1932
* [[Jón Ólafsson (Garðhúsum)|Jón Ólafsson]] frá [[Garðhúsum]] 1932-1942
* [[Ingólfur Arnarson]] útgerðarmaður 1942-1949 og 1952-1954
* [[Ingólfur Arnarson]] útgerðarmaður 1942-1949 og 1952-1954
* [[Kristján Georgsson]] Gíslasonar 1949-1952
* [[Kristján Georgsson]] Gíslasonar 1949-1952
Lína 18: Lína 25:
* [[Sveinn Tómasson]] Sveinssonar 1958-1959
* [[Sveinn Tómasson]] Sveinssonar 1958-1959
* [[Sveinn Ársælsson]] Sveinssonar 1959-1962
* [[Sveinn Ársælsson]] Sveinssonar 1959-1962
* [[Axel Ó. Lárusson]] kaupmaður 1962-1964 og 1970-1972
* [[Axel Lárusson|Axel Ó. Lárusson]] kaupmaður 1962-1964 og 1970-1972
* [[Ólafur Sigurðsson]] 1964
* [[Ólafur Sigurðsson (Skuld)|Ólafur Sigurðsson]] 1964
* [[Alexander Guðmundsson]] 1965-1967
* [[Alexander Guðmundsson]] 1965-1967
* [[Jón Kr. Óskarsson]]1967-1970
* [[Jón Kr. Óskarsson]]1967-1970
Lína 28: Lína 35:
* [[Friðrik Karlsson]] 1979-1985
* [[Friðrik Karlsson]] 1979-1985
* [[Þór Ísfeld Vilhjálmsson]] 1985-
* [[Þór Ísfeld Vilhjálmsson]] 1985-
{{Heimildir|
* Þór Í. Vilhjálmsson: ''Íþróttafélagið Þór 70 ára''. 70 ára afmælisrit Íþróttafélagsins Þórs. 1983.
}}


[[Flokkur:Félög]]
[[Flokkur:Félög]]

Núverandi breyting frá og með 11. júní 2013 kl. 22:11

Mikil vakning var í æskulýðsmálum í byrjun annars áratugar 20. aldarinnar. Steinn Sigurðsson skólastjóri beitti sér fyrir hreyfingu unga fólksins. Hann kenndi sund, glímu og knattspyrnu. Þetta var í nafni Ungmennafélags Vestmannaeyja. Það starf dó þegar Steinn Sigurðsson flutti frá Eyjum. En áður hafði íþróttakennari komið frá Reykjavík og haldið námskeið fyrir unga fólkið. Þessi kennari, sem hét Guðmundur Sigurjónsson, beitti sér fyrir stofnun sérstaks íþróttafélags. Stofnfundur þessa nýja íþróttafélags var 9. september 1913 í Þinghúsinu. Stofnfélagar voru 13 og voru þar á meðal margir nafnkunnir menn í bæjarfélaginu. Markmið Þórs voru í upphafi að auka líkamlegan og andlegan mátt æskulýðs byggðarlagsins, bæði pilta og stúlkna.

1. flokkur Þórs árið 1956.

Á stofnfundinum var félaginu gefið nafnið Þór, en alls komu sjö nafngiftir til greina. Ekki er getið í fundargerðarbókum hverjar hinar tillögurnar eru. Þá voru lög fyrir félagið samþykkt í 10 aðalgreinum. Í 2. gr. laganna segir: „Tilgangur félagsins er að iðka alls konar íþróttir og glæða áhuga manna á þeim.“ Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir Georg Gíslason, formaður, Haraldur Eiríksson, féhirðir og Sigurður Jónsson, skósmiður í Péturshúsi, var ritari.

Tveimur dögum eftir aðalfund félagsins komu stofnfélagar saman til fundar. Á fundinum var tekin ákvörðun um að senda mann til Reykjavíkur til náms. Skyldi hann taka að sér íþróttakennslu félagsins þegar hann kæmi aftur heim. Haraldur Eiríksson, fyrrverandi rafvirkjameistari, var valinn til ferðarinnar. Strax um haustið 1913 byrjuðu íþróttaæfingar félagsins, en fyrsta árið var eingöngu um að ræða íslenska glímu, sem iðkuð var. Fljótlega varð starfsemi félagsins fjölbreyttari og knattspyrna, frjálsar íþróttir, sund og leikfimiæfingar voru einnig iðkaðar.

Gefið var út félagsblað á fyrstu árum Þórs og hét það Mjölnir. Fyrsta tölublaðið var lesið upp á félagsfundi 20. janúar 1919. Þá var stofnuð sérstök kvennadeild í handknattleik 9. desember 1929.

Átta árum eftir stofnun Þórs eða árið 1921, kom Knattspyrnufélagið Týr til sögunnar. Segja má að þessi tvö félög hafi ekki getað verið hvort án annars, því félögin efldu hvort annað, skerptu keppnisviljann, brýndu fórnarviljann og juku félagsþroska félaga sinna. Sameiginlega réðust félögin í að endurbæta völlinn við Hástein um miðjan þriðja áratuginn, en í nokkur ár hafði ekkert verið gert í vallarmálum. Var völlurinn við Hástein notaður til ársins 1937, er íþróttasvæðið inni við Botn var tekið í notkun. Allmörgum árum síðar var svo aftur farið á svæðið við Hástein þar sem nú er aðalleikvangur knattspyrnunnar.

Árið 1996 var Íþróttafélagið Þór lagt niður og sameinað Knattspyrnufélaginu Tý undir merkjum ÍBV.

Formenn Íþróttafélagsins Þórs frá stofnun þess 1913


Heimildir

  • Þór Í. Vilhjálmsson: Íþróttafélagið Þór 70 ára. 70 ára afmælisrit Íþróttafélagsins Þórs. 1983.