Ægir Rafn Ingólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ægir Rafn Ingólfsson.

Ægir Rafn Ingólfsson tannlæknir, jógakennari fæddist 12. nóvember 1948 að Hásteinsvegi 7.
Foreldrar hans voru Ingólfur Símon Matthíasson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 17. desember 1916 á Gjábakka, d. 18. október 1999, og kona hans Pálína Ingibjörg Björnsdóttir frá Glaumbæ í Skagafirði, húsfreyja, f. 12. maí 1918, d. 4. júní 1990.

Börn Pálínu og Ingólfs:
1. Kolbrún Ingólfsdóttir, f. 22. október 1938 í Bólstaðarhlíð. Barnsfaðir hennar Birgir Aðalsteinn Ingólfsson. Fyrrum maður hennar Carl Ólafur Gränz, f. 16. janúar 1941.
2. Drengur, f. 21. ágúst 1941 á Hásteinsvegi 7, d. 1. nóvember 1941.
3. Ægir Rafn Ingólfsson tannlæknir, f. 12. nóvember 1948. Fyrrum kona hans Guðrún Pétursdóttir. Sambýliskona Ragna Margrét Norðdahl.
4. Inga Dís Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1960 í Reykjavík. Hún er kjörbarn Pálínu og Ingólfs og barnabarn, dóttir Kolbrúnar Ingólfsdóttur. Maður hennar Pétur Sigurðsson.

Ægir var með foreldrum sínum.
Hann varð stúdent í M.H. 1976, lauk tannlæknaprófi (varð cand. odont.) í HÍ 1983, stundaði sérfræðinám tannholsfræðií Bandaríkjunum 1988-1990, vann rannsóknastörf í Svíþjóð 1989, stundaði framhaldsnám í Oral Biology í Bandaríkjunum 1990-1991, lauk mastersprófi í Oral Biology (M.O.B.) 1991, fékk jógakennararéttindi í Kripalu í Bandaríkjunum 1999.
Ægir fékk tanlækningaleyfi 9. september 1983.
Hann var aðstoðartannlæknir hjá Ingjaldi Bogasyni og Lárusi Arnari Péturssyni á Akranesi júní 1983-júní 1984, rak eigin stofu á Akranesi júlí 1984 til ágúst 1988, var sjálfstætt starfandi sérfræðingur í tannholslækningum í Rvk frá ágúst 1991.
Ægir var kennari í tannholsfræði við Univesity of Pennsylvania 1990-1991, stundakennari í tannholsfræði við tannlæknadeild HÍ 1992-1994 og kennari í tannholsfræði þar 1997-1998.
Hann hefur haldið námskeið í mörg ár ,,að hafa stjórn á streitunni“ í Kramhúsinu í Rvk og hefur kennt á sveitastjórnarnámskeiðum.
Ægir var formaður stjórnar Félags íslenskrar tannlæknanema 1981-1982, átti þá sæti á deildarfundum tannlæknadeildar HÍ, var í Ársþings- og endurmenntunarnefnd TFÍ 1984-1986 og í lyfjanefnd TFÍ 1994, í stjórn Skandinavisk Endodontisk Forening 1992-1993.
Rit: The Clinical Efficacy of Laser Doppler Flowmetry in Determining Vitality og Human Teeth (M.O.B.-ritgerð).
Hann hefur ritað fjölda greina með öðrum, birt í fagtímaritum, auk þess útdrætti, styttri og lengri greinar í blöðum og tímaritum og hefur þýtt greinar.
Þau Guðrún Ágústa giftu sig 1969, skildu 1974.
Þau Stella Gróa giftu sig 1974, skildu 1976.
Þau Guðrún giftu sig 1979, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Ragna voru í sambúð frá 1996, giftu sig 2001, eignuðust eitt barn.

I. Kona Ægis, (13. september 1969, skildu 1974), er Guðrún Ágústa Kristjánsdóttir bankastarfsmaður, f. 22. júní 1947. Foreldrar hennar Kristján Söebech Jónsson verkamaður á Akranesi, f. 28. mars 1906, d. 22. ágúst 1975, og kona hans Kristjana Ágústsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1920, d. 11. ágúst 2004.

II. Kona Ægis, (26. desember 1974, skildu 1976), er Gróa Stella Óskarsdóttir, f. 24. janúar 1949 á Vesturvegi 14. Foreldrar hennar Óskar Jónsson rennismiður, vélstjóri, kennari, f. 3. september 1910, d. 2. ágúst 1991, og kona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1915, d. 8. nóvember 1990.

III. Kona Ægis, (31. ágúst 1979, skildu 1996), er Guðrún Pétursdóttir, kennari, f. 7. mars 1954. Foreldrar hennar Pétur Pétursson bifreiðastjóri, f. 16. maí 1917, d. 12. nóvember 2004, og kona hans Sigríður Skarphéðinsdóttir húsfreyja, kennari, verkstjóri, f. 3. júlí 1923, d. 7. janúar 2023.
Börn þeirra:
1. Hildigunnur Ægisdóttir tölvunarfræðingur, f. 2. febrúar 1976.
2. Arngunnur Ægisdóttir verslunarstjóri, f. 17. ágúst 1979.

IV. Kona Ægis, (30. desember 2001, sambúð frá 1996), er Ragna Margrét Norðdahl húsfreyja, f. 1. ágúst 1971. Kjörforeldrar Sigurður Ágúst Benediktsson múrari, f. 31. mars 1931, d. 15. desember 2006 og síðari kona hans Norma Magnúsdóttir Norðdahl húsfreyja, f. 26. september 1935.
Barn þeirra:
3. Ingólfur Páll Ægisson, f. 12. nóvember 1996.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Google.
  • Íslendingabók.
  • Tannlæknatal 1854-1984: Æviágrip íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands 1984. Ritnefnd Gunnar Þormar o.fl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.