„Áttundi áratugurinn“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
The content of the new revision is missing or corrupted.
Lína 1: Lína 1:
Á áttunda áratuginum lækkaði bátafloti Vestmannaeyinga niður í 63 skip og hafði aldrei verið lægri, en tonnatalan jókst á þessum árum um 2.931 tonn, og réð því mestu tilkoma skutttogaranna og stærri skipa sem keypt höfðu verið til loðnuveiða.


== Skuttogarar koma til sögunnar ==
Togaraútgerð hófst að nýju frá Vestmannaeyjum árið 1973 eftir nær 20 ára hlé.
=== Vestmannaey ===
Fyrstir til að kaupa skuttogara voru útgerðir [[Bergur VE-44|Bergs Ve 44]] eigendur [[Kristinn Pálsson]] og [[Sævald Pálsson]] og [[Huginn VE-55|Hugins Ve 55]] eigandi [[Guðmundur Ingi Guðmundsson]] ásamt skipstóranum [[Eyjólfur Pétursson|Eyjólfi Péturssyni]] er þeir létu smíða v/b [[Vestmannaey VE-54]] fyrir sig í Japan árið [[1972]], en til landsins kom skipið fyrri hluta árs 1973.
=== Klakkur ===
Síðar kom skuttogarinn Klakkur, sem smíðaður var í Póllandi. Skip þessi eru 462 og 488 tonn að stærð.
Með þessum kaupum hófst blómleg togaraútgerð frá Vestmannaeyjum.
== Truflun vegna eldgoss ==
Á vertíðinni 1973, eftir að [[Heimaeyjargos|eldgosið]] kom upp á Heimaey, var ringlureið í útgerð Vestmannaeyjaflotans. Bátarnir hrökkluðust úr heimahöfn sinni og dreifðust á hafnir á Suður- og Suðvesturlandi. Voru þeir gerðir þaðan út yfir vetrarmánuðina og fram á haust, að sjálfsögðu við mun erfiðari aðstæður en þeir höfðu í heimahöfn sinni.
=== Loðnu landað í gosinu ===
Þess ber að geta að meðan gosið stóð yfir var samt sem áður landað hér í Eyjum 23.300 tonnum af loðnu og brætt fram á vor.

Útgáfa síðunnar 23. júní 2005 kl. 09:11