„Ástrós Þorsteinsdóttir (Dölum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ástrós Þorsteinsdóttir''' frá Dölum, síðar í Utah fæddist 4. ágúst 1884 í Dölum og lést 19. desember 1911.<br> Foreldrar hennar voru [[Þorsteinn Pétur...)
 
m (Verndaði „Ástrós Þorsteinsdóttir (Dölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 1. febrúar 2016 kl. 17:46

Ástrós Þorsteinsdóttir frá Dölum, síðar í Utah fæddist 4. ágúst 1884 í Dölum og lést 19. desember 1911.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Pétursson smiður í Dölum, f. 17. júní 1850, d. 22. júní 1939 í Utah. og kona hans Ástrós Sigurðardóttir frá Miðkoti í Landeyjum, húsfreyja, f. 1861, d. 16. ágúst 1884.
Stjúpmóðir Ástrósar var Sigríður Eiríksdóttir síari kona Þorsteins.

Móðir Ástrósar lést 12 dögum eftir fæðingu hennar.
Ástrós ólst upp með föður sínum og síðan með honum og Sigríði Eiríksdóttur stjúpmóður sinni.
Hún fór til Utah með föður sínum og stjúpu 1887.
Þau bjuggu í Springville í Utah-héraði í Utah um skeið, síðan í Spanish Fork. Ástrós var lærður kjólameistari.
Hún giftist William C. Boyd 1908. Þau eignuðust eitt barn.
Ástrós veiktist af berklum og lést 1911.

Maður hennar, (15. janúar 1908), var William Boyd.
Barn þeirra var
1. Virginia Boyd.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders of Utah. La Nora Allsted.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.