Ásta Rut Gunnarsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. september 2015 kl. 17:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. september 2015 kl. 17:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ásta Rut Gunnarsdóttir''' húsfreyja í Hólshúsi fæddist 26. janúar 1914 og lést 22. desember 2000.<br> Foreldrar hennar voru [[Kristín Jónsdóttir (Nýjabæ)|Kristí...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ásta Rut Gunnarsdóttir húsfreyja í Hólshúsi fæddist 26. janúar 1914 og lést 22. desember 2000.
Foreldrar hennar voru Kristín Sigríður Jónsdóttir, þá ekkja í Hólshúsi, f. 24. september 1883, d. 27. maí 1957, og barnsfaðir hennar Gunnar Marel Jónsson, síðar skipasmíðameistari, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979.

Systkini hennar voru:
1. Ingvar Valdimar Gunnarsson, f. 10. nóvember 1910 í Hólshúsi, d. 25. ágúst 1928.
Hálfbróðir sammæddur var
2. Magnús Kristinn Magnússon, f. 19. október 1906 á Landamótum, d. 10. október 1985.
Hálfsystkini samfeðra voru:
3. Páll Óskar Gunnarsson, f. 21. apríl 1914 í Miðey, d. 10. október 1976.
4. Guðrún Olga Gunnarsdóttir, f. 26. apríl 1915 í Miðey, d. 25. október 1925.
5. Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson vélstjóri, f. 29. apríl 1916 í Miðey, d. 22. mars 2001.
6. Eggert Gunnarsson, f. 13. júní 1917 í Þinghúsinu, d. 24. febrúar 1920.
7. Rannveig Hulda Gunnarsdóttir, f. 2. ágúst 1918 í Bifröst, d. 3. desember 1918.
8. Guðmunda Gunnarsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður, bæjarfulltrúi, f. 30. júlí 1920 á Oddsstöðum, d. 25. maí 2009.
9. Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922 Brúarhúsi, (Horninu, Vestmannabraut) 1, d. 4. janúar 1991.
10. Guðni Kristinn Gunnarsson verkfræðingur, f. 25. október 1925 í Brúarhúsi, d. 10. júlí 1984.
11. Jón Gunnarsson vélstjóri, skipasmíðameistari, f. 2. desember 1927 í Brúarhúsi, d. 4. desember 2005.
12. Svava Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1929 í Brúarhúsi.
13. Þorsteinn Gunnarsson vélstjóri, f. 1. nóvember 1932 í Brúarhúsi, d. 24. maí 1958.
14. Þórunn Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1939 í Brúarhúsi.

Ásta Rut var með móður sinni í Hólshúsi 1920, í Mjölni, (Skólavegi) 18 1930. Hún bjó lengst í Hólshúsi, síðar í Hafnarfirði, dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík við andlát.

Maður hennar, (12. desember 1936), var Engilbert Ármann Jónasson verkamaður frá Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, f. 28. febrúar 1906, d. 12. apríl 1987.
Börn þeirra:
1. Ingi Engilbertsson, f. 14. desember 1938.
2. Gísli Guðmundur Engilbertsson járnsmíðameistari, f. 24. ágúst 1940, kvæntur Margréti Guðmundsdóttur. Fyrri kona hans var Paula Michelsen.
3. Jónas Davíð Engilbertsson bifreiðastjóri, f. 26. júní 1946, kvæntur Aðalheiði H. Jónsdóttur.
4. Ingvar Georg Engilbertsson starfsmaður Vita- og hafnarmálastofnunar, f. 23. nóvember 1954.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.