Ásta Jóhannesdóttir (Kirkjulundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. mars 2023 kl. 12:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2023 kl. 12:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir.

Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir frá Kirkjulundi við Túngötu 15, húsfreyja, talsímakona fæddist 8. apríl 1940 að Hásteinsvegi 5 og lést 30. janúar 2023 á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Brynjólfsson verslunarmaður, forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973, og kona hans Þórunn Alda Björnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 20. apríl 1915 á Kirkjulandi, d. 9. desember 2012.

Börn Öldu og Jóhannesar:
1. Lára Halla Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, skrifstofumaður, f. 25. október 1935 á Kirkjulandi, d. 9. júní 2022. Maður hennar er Páll Sigurðarson járnsmiður.
2. Birna Valgerður Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 10. október 1937 á Urðavegi 43, Skálholti, d. 22. október 2019. Maður hennar er Jóhann Ingi Einarsson frá Götu, pípulagningameistari, látinn.
3. Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 8. apríl 1940 á Hásteinsvegi 5. Maður hennar er Sigurjón Adolf Bjarnason stórkaupmaður.
4. Jóhannes Sævar Brynjólfsson pípulagningameistari, slökkviliðsmaður, atvinnurekandi, umsjónarmaður, f. 15. júlí 1941 á Hásteinsvegi 5, d. 20. mars 2008. Kona hans var Ágústa Guðfinna María Ágústsdóttir sjúkraliði, látin.
5. Brynjólfur Jóhannesson sjúkrahússstarfsmaður, f. 21. júní 1953 í Sjúkrahúsinu. Kona hans er María Björg Filippusdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður.

Ásta var með foreldrum sínum.
Hún lauk námi í Húsmæðaskóla Reykjavíkur, síðan í húsmæðraskólanum í Brighton á Englandi.
Ásta var talsímakona hjá Miðstöð á Símstöðinni um skeið.
Þau Adolf giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Helgafellsbraut 1, við Birkihlíð 3 í Eyjum, en fluttu til Reykjavíkur 1968, bjuggu þar síðan.
Ásta lést 2023.

I. Maður Ástu, (9. desember 1961), er Sigurjón Adolf Bjarnason verslunarmaður, heildsali, f. 7. mars 1935. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson bankastarfsmaður, f. 7. október 1906, d. 11. nóvember 1993, og Margrét Guðbjörg Jónsdóttir, f. 9. febrúar 1913, d. 1. febrúar 1981.
Börn þeirra:
1. Gunnar Þór Adolfsson, f. 11. mars 1962. Kona hans Irina.
2. Margrét Adolfsdóttir kennari, f. 4. september 1966. Barnsfaðir hennar Unnar Smári Ingimundarson.
3. Bjarni Adolfsson viðskiptafræðingur, f. 23. janúar 1970. Kona hans Halla Dóra Halldórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.