Ásta Árnadóttir Strandberg

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðfinna Ásta Árnadóttir Strandberg frá Breiðholti, húsfreyja á Akranesi og í Kópavogi fæddist 23. október 1911 í Breiðholti og lést 8. júlí 1998.
Foreldrar hennar voru Árni Jónsson Strandberg bakarameistari, f. 31. maí 1878 á Lýsuhóli í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 12. júní 1968, og barnsmóðir hans Guðrún Halldórsdóttir, f. 7. júní 1891 á Eyrarbakka, d. 21. janúar 1979.

Ásta Árnadóttir Strandberg.

Ásta var með móður sinni í Breiðholti, fór með henni að Eyrarbakka 1912, var barn hjá föðurforeldrum sínum í Hlíð á Eyrarbakka til 1929, er hún flutti á Akranes. Hún var bústýra Jóns á Akranesi 1933, bjó með honum á Ránargötu 33 í Reykjavík 1935. Þau skildu samvistir.
Þau Ólafur giftu sig 1949, eignuðust ekki barn saman, en fóstruðu barn Halldórs, sonar Ástu. Þau bjuggu í Víðihvammi 6 í Kópavogi, en síðast í Fannborg 8 þar.
Ólafur lést 1995 og Ásta 1998.

I. Fyrrum sambúðarmaður Ástu var Jón Agnar Eyjólfsson sjómaður, bifreiðstjóri, f. 8. janúar 1910 í Bræðratungu á Akranesi, síðast á Laugarnesvegi 80, d. 2. ágúst 1968. Foreldrar hans voru Eyjólfur Sigurðsson sjómaður, verkstjóri á Akranesi, f. 27. mars 1850, d. 6. ágúst 1922 og kona hans Hallbera Guðný Magnúsdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1868, d. 17. ágúst 1935.
Börn þeirra:
1. Halldór Jónsson sjómaður í Hafnarfirði, f. 10. apríl 1931, d. 24. september 2019. Kona hans Magnea S. Guðlaugsdóttir, látin.
2. Baldur Jónsson verkamaður í Reykjavík, f. 23. mars 1933, d. 28. júlí 1951.

II. Síðari maður Ástu var Ólafur Ásgeirsson frá Höfðahólum á Skagaströnd, sjómaður fiskimatsmaður, fiskeftirlitsmaður, bifreiðastjóri, f. þar 11. janúar 1918, d. 27. desember 1995. Foreldrar hans voru Ásgeir Klemensson frá Geirbjarnarstöðum í S.-Þing., bóndi á Höfðahólum í A.-Hún., f. 5. október 1879, d. 4. október 1938, og kona hans Guðríður Rafnsdóttir frá Ketu á Skaga, húsfreyja, f. 23. nóvember 1876, d. 6. nóvember 1914.
Fósturbarn þeirra, dóttir Halldórs sonar Ástu:
3. Ásta Óla Halldórsdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1952. Maður hennar Marteinn Kristjánsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.