Ásmundur Pálsson (Brimhólum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ásmundur Pálsson sjómaður, verkstjóri, meindýraeyðir fæddist 20. ágúst 1943 á Reyðarfirði.
Foreldrar hans voru Páll Ágúst Jónsson frá Kambi í Deildardal í Skagaf., hótelstjóri á Siglufirði, f. 9. september 1921, d. 13. febrúar 1995, og kona hans Una Sigríður Ásmundsdóttir frá Teigagerðisklöpp í Búðareyrasókn, S.-Múl., húsfreyja, í hótelrekstri á Siglufirði, f. 16. júní 1927, d. 4. apríl 2008.

Ásmundur Pálsson.

Ásmundur var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Siglufjarðar eins árs.
Hann lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði, lauk þjónsnámi í Iðnskólanum þar.
Ásmundur var kokkur til sjós, beykir í Neskaupstað. Hann flutti til Eyja síðla árs 1974, vann hjá Fiskimjölsverksmiðju Einar Sigurðssonar (FES) í nokkra mánuði, varð þá kokkur á Jóni Stefánssyni VE, á Ísleifi I. og síðan Ísleifi II. og Kristbjörgu VE. Hann varð verkstjóri hjá Vinnslustöðinni, síðan verkstjóri hjá Bænum og síðan meindýraeyðir hjá Bænum, vann hjá Bænum í 33 ár.
Þau Elísabet giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu til Eyja 1974, bjuggu í fyrstu við Vestmannabraut 76, keyptu Brimhóla og bjuggu þar.
Elísabet lést 2013.
Ásmundur býr í Mariannelund í Svíþjóð.

I. Kona Ásmundar, (2. júlí 1967), var Elísabet Sigurðardóttir frá Gafli í Víðidal, V.-Hún., húsfreyja, verkakona, f. 13. maí 1933, d. 14. júlí 2013.
Börn þeirra:
1. Una Sigríður Ásmundsdóttir forstöðumaður í Hraunbúðum, f. 22. febrúar 1967. Maður hennar Óskar Guðjón Kjartansson.
2. Sigurður Páll Ásmundsson þungavinnuvélastjóri, kaupmaður í Svíþjóð, f. 7. ágúst 1968. Kona hans Jennylyn Ásmundsson.
3. Ásmundur Ásmundsson meindýraeyðir, f. 8. nóvember 1978. Fyrrum kona hans Anna Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.