Ása María Þórhallsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. mars 2023 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2023 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ása María Þórhallsdóttir.

Ása María Þórhallsdóttir Gunnlaugsson frá ][Símstöðin]]ni, húsfreyja fæddist 23. júlí 1923 á Símstöðinni og lést 18. september 2010 í Pompano Beach í Florida.
Foreldrar hennar voru Þórhallur Gunnlaugsson símstöðvarstjóri, f. 29. nóvember 1886, d. 5. apríl 1966, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1893, d. 23. ágúst 1966.

Börn Ingibjargar og Þórhalls:
1. Ása María Þórhallsdóttir, f. 23. júlí 1923, d. 18. september 2010.
2. Halldór Gunnlaugsson Þórhallsson, f. 27. júlí 1924, d. 17. ágúst 1975.
3. Ólafur Friðrik Þórhallsson, f. 25. nóvember 1926, d. 13. mars 1993.

Ása var með foreldrum sínum.
Hún varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1942, fór til Bandaríkjanna 1946 til að læra tískuhönnun.
Ása vann á Símstöðinni eftir stúdentspróf. Í Florída kenndi hún við kirkju sína í 15 ár.
Þau Björn giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Winchester í Boston í 9 ár, síðan í Fort Lauderdale í Flórída.
Björn lést 1994 og Ása 2010.

I. Maður Ásu, (16. ágúst 1947), var Björn Illugi Gunnlaugsson skipstjóri, f. 8. október 1917, d. 17. október 1994. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Illugason, f. 26. mars 1885, d. 20. nóvember 1977, og Guðríður Guðmundsdóttir, f. 26. ágúst 1891, d. 17. október 1994. Fósturforeldrar Björns voru Eyjólfur Björnsson og Guðrún Guðmundsdóttir.
Börn þeirra:
1. Ingrid Björnsdóttir Gunnlaugsson, f. 1955.
2. Þór Björnsson Gunnlaugsson, f. 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.