Árni Sigurðsson (Ásbyrgi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. apríl 2022 kl. 14:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2022 kl. 14:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Árni Guðmundur Vilhjálmur Sigurðsson''' frá Ásbyrgi, sýningastjóri, kaupmaður fæddist 9. apríl 1918 í Ásbyrgi og lést 19. mars 2001 á Vífilsstöðum.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Björnsson skipasmiður, f. 29. maí 1886, d. 9. júní 1928, og kona hans Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1886, d. 19. september 1972. Börn Sigríðar og Sigurðar:<br>...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Árni Guðmundur Vilhjálmur Sigurðsson frá Ásbyrgi, sýningastjóri, kaupmaður fæddist 9. apríl 1918 í Ásbyrgi og lést 19. mars 2001 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hans voru Sigurður Björnsson skipasmiður, f. 29. maí 1886, d. 9. júní 1928, og kona hans Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1886, d. 19. september 1972.

Börn Sigríðar og Sigurðar:
1. Stefanía Ástrós Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. september 1909 á Hlíðarenda, d. 22. september 1986.
2. Jón Ísak Sigurðsson hafnsögumaður, bæjarfulltrúi, heiðursborgari f. 7. nóvember 1911 í Merkisteini, d. 28. júní 2000.
3. Árni Guðmundur Vilhjálmur Sigurðsson sýningarstjóri, f. 9. apríl 1918 í Ásbyrgi, d. 19. mars 2001.

Árni var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Árni var á tíunda ári sínu. Hann var með móður sinni á Strandvegi 28 (Íshúsinu) 1930, á Miðhúsum 1940.
Árni var verkamaður og verslunarmaður í Eyjum, en var auk þess sýningamaður kvikmynda.
Hann flutti til Reykjavíkur 1947, var verslunarmaður í Kjötverslun Tómasar, og var sýningamaður í Trípolíbíói og síðar í Austurbæjarbíói, flutti til Innri-Njarðvíkur 1958, var þar verslunarrekandi til 1973, en jafnframt sýningamaður í Nýja bíó í Keflavík frá 1965, flutti þangað 1973 og var þar sýningastjóri til 1994. Hann vann að deginum í Reykjavík, en í Keflavík á kvöldin.
Þau Vilborg giftu sig 1950, eignuðust þrjú börn.
Árni lést 2001 og Vilborg 2014.

I. Kona Árna, (9. desember 1950), var Vilborg Viktorsdóttir Strange húsfreyja, kaupmaður, f. 22. febrúar 1923, d. 27. september 2014. Foreldrar hennar voru Victor Strange renni- og járnsmíðameistari, f. 2. september 1896, d. 4. ágúst 1975, og Hansína Þorvaldsdóttir Strange húsfreyja, f. 8. júní 1900, d. 1. maí 1986.
Börn þeirra:
1. Sigríður Victoría Árnadóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1951. Maður hennar Guðmundur Svavarsson.
2. Garðar Árnason, f. 9. júlí 1954. Kona hans Kristrún Stefánsdóttir.
3. Þorvaldur Árnason, f. 4. mars 1964. Kona hans Helga Birna Ingimundardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.