Árni Pétursson (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Revision as of 11:49, 28 August 2015 by Viglundur (talk | contribs) (Ný síða: '''Árni Pétursson''' frá Vilborgarstöðum, vinnumaður í Jómsborg fæddist 29. september 1854 og lést 3. júlí 1879.<br> Foreldrar hans voru [[Pétu...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Árni Pétursson frá Vilborgarstöðum, vinnumaður í Jómsborg fæddist 29. september 1854 og lést 3. júlí 1879.
Foreldrar hans voru Pétur Halldórsson sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 1823, d. 5. febrúar 1870, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1824, d. 24. mars 1868.

Systir Árna var
Fídes Pétursdóttir vinnukona, f. 21. nóvember 1851, d. 6. október 1894.

Árni var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum til 1868, en þá lést móðir hans. Hann var liðléttingur í Jómsborg síðar á árinu, léttadrengur í Juliushaab 1869.
Árni var vinnumaður í Jómsborg 1870-dd. 1879. Hann lést úr „taksótt“.
Árni var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.