Árni Pálsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. febrúar 2016 kl. 10:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2016 kl. 10:55 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Árni Pálsson frá Kirkjubæ, síðar í Utah fæddist 8. september 1879 á Kirkjubæ og lést 14. ágúst 1920 í Spanish Fork í Utah.
Foreldrar hans voru Páll Árnason sjómaður frá Vilborgarstöðum, f. 22. febrúar 1852, d. 2. ágúst 1936 í Spanish Fork í Utah, og kona hans Kristín Eiríksdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1842 í Lágu-Kotey í Meðallandi, d. 10. október 1934 í Spanish Fork.

Börn Kristínar og Páls voru:
1. Einar Pálsson, f. 17. mars 1878 á Vilborgarstöðum, d. 22. maí 1928 í Spanish Fork.
2. Árni Pálsson, f. 8. september 1879 á Kirkjubæ, d. 14. ágúst 1920 í Spanish Fork.
3.Pauline A. Johnson, f. 3. desember 1881 i Spanish Fork, d. 28. janúar 1965.
4. Margrét Johnson, f. 3. ágúst 1884 í Spanish Fork, d. 30. september 1885 í Spanish Fork.
5. Christina Johnson, f. 7. nóvember 1886 í Spanish Fork, d. 29. janúar 1888 í Spanish Fork.
Sonur Kristínar var
6. Jóhann Kristján Thomsen, f. 2. ágúst 1869, d. 28. ágúst 1939. Hann fór til Vesturheims frá Kirkjubæ 1880, 10 ára.

Árni var með foreldrum sínum á Kirkjubæ 1879, á Löndum 1880 og þaðan fluttist hann 1881 til Utah með móður sinni og Einari bróður sínum, en faðir bræðranna kom til þeirra ári síðar.
Foreldrar hans eignuðust litla bújörð, en faðirinn vann að auki daglaunavinnu.
Árni tók upp fjölskyldunafnið Johnson og nefndist Autni P. Johnson.
Árni kvæntist Emilíu Johnson og eignaðist með henni 6 börn.
Hann veiktist af berklum og lést 1920.

Kona hans var Emilia Johnson fædd af íslenskum foreldrum í Minnesota, Einari Hermanni Jónssyni og Guðrúnu Hallgrímsdóttur.
Þau eignuðust 6 börn.
Meðal barna þeirra voru:
1. Helen Wilson húsfreyja, f. 6. ágúst 1917 í Spanish Fork, d. 27. desember 2009 í Salem í Utah.
2. Jack Johnson.
3. Heber Johnson.
4. Christine Yergensen.
5. Cecil Curtis Gull.
6. Ónefndur karlmaður.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders in Utah. La Nora Allred.
  • Utah Icelandic Settlement, vefrit.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.