Árni Natanaelsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. september 2015 kl. 13:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. september 2015 kl. 13:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Árni Natanaelsson''' bóndi og reipslagari fæddist 1733 og lést líklega fyrir 1816.<br> Foreldrar hans voru Natanael Gissurarson b...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Árni Natanaelsson bóndi og reipslagari fæddist 1733 og lést líklega fyrir 1816.
Foreldrar hans voru Natanael Gissurarson bóndi og skólastjóri í Norðurgarði og á Vilborgarstöðum, f. um 1700, og kona hans Þorbjörg Halldórsdóttir húsfreyja.

Árni var reipslagari í Örfirisey, síðar bóndi í Nýjabæ í Krýsuvík. Þar var hann 1801 með konu sinni Katrínu Arnórsdóttur. Þar var dóttir þeirra Steinunn með Guðrúnu barn sitt eins árs og þar var Vilborg barn hans eins árs.

I. Kona Árna var Katrín Arnórsdóttir húsfreyja, f. 1731, á lífi 1801, finnst ekki 1816.
Barn þeirra hér:
1. Steinunn Árnadóttir, f. 1774. Hún var húsfreyja í Skaftholti í Reykjavíkursókn 1816.

II. Barnsmóðir hans var Gróa Eyvindardóttir vinnukona í Hamarskoti í Garðasókn.
Barn þeirra var
2. Vilborg Árnadóttir, f. 30. desember 1799 í Hamarskoti, finnst ekki 1816..


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.