Árni Mathiesen Jónsson (Garðinum)

From Heimaslóð
Revision as of 17:37, 22 June 2023 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Árni Mathiesen Jónsson (Garðinum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Árni Mathiesen Jónsson lögfræðingur, starfsmaður Reykjavíkurborgar fæddist 9. október 1909 í Hafnarfirði og lést 25. desember 1990.
Foreldrar hans voru Jón Hinriksson kaupfélagsstjóri og bæjarfulltrúi í Eyjum, f. 23. maí 1881 að Ósum í V.-Hún., d. 15. ágúst 1929 og Ingibjörg Rannveig Theodórsdóttir húsfreyja og kaupkona, f. 2. ágúst 1880, d. 25. september 1963.

Árni var með foreldrum sínum
Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík og lögfræðiprófi í Háskóla Íslands 1939.
Árni var í fyrstu fulltrúi hjá Ríkisféhirði, síðan vann hann á Keflavíkurvelli og í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, en var síðan starfsmaður Reykjavíkurborgar í 30 ár.
Árni var í landsliðinu í bridge.
Þau Hrefna giftu sig 1938, eignuðust þrjú börn.
Árni lést 1990 og Hrefna 1999.

I. Kona Árna (8. nóvember 1938), var Hrefna Herbertsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1913, d. 21. júlí 1999. Foreldrar hennar voru Herbert Mackenzie Sigmundsson prentsmiðjustjóri, f. 20. júní 1883, d. 14. apríl 1931, og kona hans Ólafía Guðlaug Árnadóttir húsfreyja, f. 24. mars 1890, d. 25. október 1981.
Börn þeirra:
1. Herbert Árnason bifreiðastjóri, f. 6. apríl 1939. Kona hans Herdís Magnúsdóttir.
2. Ólafía Árnadóttir húsfreyja, f. 10. desember 1945. Maður hennar Reynir Olsen.
3. Hertha Árnadóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1948. Sambúðarmaður Ólafur K. Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.