Árni Jónsson (Múla)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. október 2015 kl. 21:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. október 2015 kl. 21:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Árni Jónsson (Múla)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Árni Jónsson bóndi á Norður-Fossi í Mýrdal, síðar á Múla hjá Guðbjörgu dóttur sinni, fæddist 4. september 1831 á Suður Fossi í Mýrdal og lést 14. ágúst 1913 á Múla.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Fagradal í Mýrdal, f. 25. júlí 1801 á Langekru í Hvolhreppi, d. 3. júní 1879 í Fagradal, og barnsmóðir hans Oddný Ólafsdóttir, síðar kona Klemensar Jónssonar bónda á Suður-Fossi; hún fædd 1799 á Suður-Fossi, d. 3. janúar 1861 í Reynisdal þar.

Árni var með móður sinni á Suður-Fossi til 1857, var vinnumaður í Suður-Vík 1857-1859, í Fagradal 1859-1862. Hann var húsmaður í Suður-Vík 1862-1863, á Stóru-Heiði 1863-1871, bóndi á Norður-Fossi 1871-1897, en varð þá hjá syni sínum þar 1897-1903. Þá var hann gamalmenni í Fagradal 1903-1904.
Hann fluttist til Eyja 1903 og var þar hjá Guubjörgu dóttur sinni og Vilhjálmi Ólafssyni manni hennar til æviloka 1913.

Kona Árna, (18. maí 1860), var Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1832 á Hunkubökkum á Síðu, d. 28. febrúar 1894 á Norður-Fossi í Mýrdal. Foreldrar hennar voru Einar Þorsteinsson bóndi í Fjósum í Mýrdal, f. 30. mars 1802 á Hunkubökkum, d. 15. ágúst 1879 á Skagnesi í Mýrdal, og kona hans Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 1803 í Gröf í Skaftártungu, var á lífi 1880.
Börn þeirra hér talin:
1. Einar Árnason, f. 1859, d. 1859.
2. Guðbjörg Árnadóttir, f. 1860, d. 1860.
3. Jón Árnason bóndi í Kerlingardal og víðar, f. 18. febrúar 1862, d. 2. september 1926.
4. Einar Árnason, f. 1863, d. 1863.
5. Þórarinn Árnason bóndi, bæjarfulltrúi á Eystri Oddsstöðum, f. 13. júní 1865, d. 22. febrúar 1926.
6. Oddný Árnadóttir húsfreyja í Point Roberts í Washington-ríki í Bandaríkjunum, f. 5. maí 1867, d. 21. desember 1942.
7. Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja á Múla, f. 27. september 1869, d. 10. júlí 1929.
8. Einar Árnason, f. 1871, d. 1871.
9. Þuríður Ánadóttir, f. 1873, d. 1873.
10. Árnlaug Árnadóttir, f. 1878, d. 1883.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.