Árni Hafliðason (Ömpuhjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. mars 2014 kl. 11:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. mars 2014 kl. 11:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Árni Hafliðason''' sjómaður í Ömpuhjalli fæddist 1795 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og lést 26. júlí 1847.<br> Foreldrar hans voru Hafliði Erlendss...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Árni Hafliðason sjómaður í Ömpuhjalli fæddist 1795 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og lést 26. júlí 1847.
Foreldrar hans voru Hafliði Erlendsson bóndi í Stóru-Hildisey og víðar í Landeyjum, f. 1763 í Ólafshúsum u. Eyjafjöllum, d. 7. mars 1820 á Bryggjum í A-Landeyjum, og kona hans Þuríður Árnadóttir húsfreyja, f. 1766 í Stóru-Hildisey, d. 31. október 1846.

Árni var með foreldrum sínum í Ey í V-Landeyjum 1801. Hann var vinnumaður í Hallgeirsey í A-Landeyjum 1816.
Hann var kominn til Eyja 1831 og bjó í Tómthúsi¹), en í Hallbergshúsi 1835 með Guðnýju og börnunum Helgu 2 ára og Guðnýju 1 árs.
Hann var í Árnahúsi 1836 með Guðnýju konu sinni og börnunum Guðnýju á 2. ári og Helgu 3 ára.
Þau voru í Ömpuhjalli 1840 með sömu börn, en 1845 var Helga farin, en hún var þá 13 ára vinnukona í Godthaab.
Árni lést 1847, og 1850 var Guðný ekkja og tómthúskona í Ömpuhjalli með Guðnýju 15 ára hjá sér.

Kona Árna, (4. október 1828), var Guðný Erasmusdóttir húsfreyja, f. 6. september 1794, d. 14. júní 1888 í Vesturheimi.
Börn þeirra hér:
1. Gísli Árnason, f. 16. ágúst 1831 í Tómthúsi, d. 23. ágúst úr ginklofa.
2. Jón Árnason, f. 3. ágúst 1832 í Hjalli, d. 15. ágúst 1832 í Tómthúsi úr ginklofa.
3. Helga Árnadóttir, f. 6. júlí 1833 í Tómthúsi, d. 15. febrúar 1907 í Vesturheimi.
4. Guðný Árnadóttir, f. 27. desember 1834, d. 7. desember 1915 í Vesturheimi. Hún er nefnd Helga í pr.þj.bók, fædd þennan dag, en sú finnst ekki við frekari leit. Guðný finnst því ekki fædd, en er með foreldrum 1835, eins árs.

¹) Tómthús og Hjallur munu hafa verið húsnöfn almenns eðlis. Þau hafa svo gjarnan heitið eftir húsráðanda hverju sinni, sbr. Árnahús, Hallbergshús. Hjallarnir voru fiskhjallar bændanna, þar sem tómthúsfólk bjó líklega á hæð fyrir ofan, sbr Nýjabæjarhjallur, Þorlaugargerðishjallur. Ömpuhjallur hefur borið fast nafn. Þar hefur Arnbjörg (Ampa) búið og nafn hennar fest við húsið.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.