Árni Guðjónsson (Breiðholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. október 2022 kl. 11:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. október 2022 kl. 11:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Árni Guðjónsson (Breiðholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Árni Guðjónsson.

Árni Guðjónsson frá Breiðholti, hæstaréttarlögmaður fæddist 27. maí 1926 og lést 15. febrúar 2004.
Foreldrar hans voru Guðjón Einarsson fiskimatsmaður í Vestmannaeyjum, f. 18. okt 1886, d. 11. des 1966 og Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1893, d 12. apríl 1957.

Börn Guðfinnu og Guðjóns:
1. Karl Óskar Guðjónsson kennari, alþingismaður, fræðslustjóri, f. 1. nóvember 1917 í Hlíð, d. 6. mars 1973.
2. Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, f. 27. maí 1926, d. 15. febrúar 2004.

Árni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk tveim vetrum í Gagnfræðaskólanum, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1947, nam í London í eitt ár, var cand. juris í Háskóla Íslands 1953.
Árni var lögmaður í Reykjavík til 1992, héraðsdómslögmaður 1953, hæstaréttarlögmaður 1960. Árni var m.a. lögmaður fjölmargra sveitarfélaga, opinberra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja.
Hann sat um árabil í nefndum á vegum Lögmannafélags Íslands. Að auki sat Árni í ýmsum nefndum og ráðum og í stjórnum fyrirtækja, m.a. í stjórn Listasafns ASÍ og Listaskóla alþýðu, stjórnarformaður Fragtflugs hf. og Íscargo hf. og Bókaútgáfunnar Helgafells hf. Árni var varadómari í Félagsdómi frá 1963, dómari þar frá 1980 til 1986.
Hann var félagi í Rotarýklúbbi Kópavogs og var forseti hans frá 1979-1980. Þá var hann félagi í Akóges í Reykjavík.
Árna var veitt viðurkenning forseta Alþjóða Rauða krossins í Genf á árinu 1969. Hann var heiðursfélagi í Lögmannafélagi Íslands.
Þau Edda giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn.
Árni lést 2004 og Edda 2007.

I. Kona Árna, (7. október 1949), var Edda Ragnarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 17. mars 1931, d. 2. mars 2007. Foreldrar hennar voru Ragnar Jónsson í Smára, útgefandi, forstjóri, f. 7. febrúar 1904, d. 11. júlí 1984, og Ásfríður Ásgríms starfsmaður Hagstofu Íslands, f. 26. september 1904, d. 2. maí 1980.
Börn þeirra:
1. Valva Árnadóttir, með BA-próf í ensku og bókasafnsfræði, f. 25. nóvember 1950. Maður hennar Karl Benjamínsson rennismiður, látinn. Sambúðarmaður hennar Gunnar Gunnarsson bókasafnsfræðingur.
2. Árni Árnason vélfræðingur, f. 23. júlí 1954. Kona hans Dröfn Björnsdóttir ferðafræðingur.
3. Andri Árnason hæstaréttarlögmaður, f. 12. desember 1957. Kona hans Sigrún Árnadóttir skrifstofustjóri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.